"Klíkan"

 

Það er óhætt að segja að full ástæða sé til að þakka Guði fyrir að sú fámenna  klíka í heilbrigðisráðuneytinu sem samið hafi niðurskurðartillögur í heilbrigðismálum,  skuli ekki  sinna sjúklingum.

Þær niðurskurðartilögur sem nú liggja fyrir virðast fyrst og fremst snúast um kerfisbreytingu, frekar en sparnað. Klíka heilbrigðisráðuneytisins sem í engu sambandi virðist hafa verið við forstöðumenn, og hvað þá notendur þjónustunnar ætlar að fara sínu fram. Í skjóli hrunsins.

Klíkan sem situr í Reykjavík virðist hreint ekki átta sig á hver þau áhrif verða á lífsgæði fólks á landsbyggðinni , nái arfavitlausar hugmyndir þeirra fram að ganga.  Þau eru mikil og varða þá kannski sérstaklega þá sem langsjúkir eru og jafnvel deyjandi. Þeim verðu nú gert að dvelja sem lengst frá heimahögum sínum með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir þá og aðstandendur þeirra.

Tillögurnar eru lagðar fram á þann veg að skilja beri að um stórkostlegan sparnað sé að ræða.  En ekki gerð nánari grein fyrir því í hverju sá sparnaður felist.

Felst hann í því að nýta ekki það húsnæði sem nú þegar er til staðar?  Felst hann í því að aðrir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar sinni sjúkilngum á sama hátt annarstaðar á landinu?  Felst hann í auknum sjukraflutningum langar leiðir.  Felst hann í ferðalögum ættingja ?  Nei hvegi hefur verið sýnt fram á í hverju sparnaðurinn felst. Þetta er svona „Gerum eitthvað hugmynd" fámennrar klíku sem valist hefur til þess að stjórna heilbrigðismálum landsmanna. Án þess að að því er virðist að hafa hugmynd um hvers eðlis sú starfsemi sem  fram fer er.

Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem nú eiga að taka afstöðu til hugmyndanna er mikil. Og prófsteinn á hvar þeirra hugur liggur. Munu þeir kyngja ílla og órökstuddum hugmyndum klíkunnar um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Íslandi , og látaundan frekju og yfirgangi þeirra sem allt vilja færa til Reykjavíkur. Án þess þó að sjánlegur sparnaður hljótist af eða húnæði undir strarfsemina sé fyrir hendi . Það á eftir að koma í ljós.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.