Þeir sem nú eiga minna skulu nú borga meira !!

 

Ég veit ekki alveg hvort rétt sé að hlæja eða gráta þegar maður lítur á bókun meirihluta sjálfstæðismanna  í Reykjanesbæ hvað varðar hækkun fasteignaskatta fyrir næsta ár. Lesi ég hana rétt þá er rökstuðningurinn sá að þar sem fasteignamat hafi lækkað, og þar með eign manna minnkað sé rétt að krefjast hærri fasteignaskatta. Þeir sem nú  eiga minna skulu því borga meira. En það er eins og maður segir það er svo margt sem erfitt er að skilja þegar kemur að fjármálastjórn meirihlutans í bænum . Manngildissjóðurinn er til að mynda eitt dæmið.

Við sölu eigna Reykjanesbæjar til Fasteignar árið 2003 var ákveðið að stofna sjóð er veita skyldi styrki og viðurkenningar  til verkefna er í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ. Stofnframlag Reykjanesbæjar voru 500 milljónir króna. Það framlag var svo hækkað snemma árs 2008 í  1.milljarð króna. Allt er þetta bókað í fundargerðurm bæjarins. Til  á að vera  sjóður á vegum Reykjanesbæjar með  1000. milljón króna höfuðstól .

Út frá því taldi ég að ég mætti ganga þegar ég í fyrradag lagði til að nýta mætti þann sjóð til að brúa sárasta bilið í niðurskurðinum í æskulýðs og félagsmálum í bænum. En klikkaði náttúrulega á því að hrósa meirihlutanum fyrir þá framsýni sem með stofnun sjóðsins hafði verið sýnd. Það líkaði ekki öllum, og kjölfarið fékk ég hringingar frá nokkrum aðilum sem sögðu að nú hafði ég aldeilis hlaupið á mig. Sjóðurinn væri  nú tómur, hafði verið eytt til greiðslu skulda bæjarsjóðs.

Það gat ég ekki séð í bókum bæjarins, en reyndi að fá staðfestingu fjármálastjóra bæjarins á hvað væri rétt og hvað væri rangt í þessu máli. Náði ekki í hana, hún var á fundi. Við svo búið dró ég úr hrifningu minn með grein í Víkurféttum, og taldi að þar með væri þessu máli lokið.

En auðvitað fékk ég svar frá bæjarstjóranum , sem aðallega gekk út á að svara einhverjum „ef" fullyrðingum sem hann setti fram. Helst mátti þó lesa út úr svarinu að það sem við höfðum haldið í takt við fyrri umfjöllun um sjóðinn að þarna  væri að sjálfstæðan sjóð með starfsmann og undir forræði bæjarráðs skv reglunum um hann,  þá væri hann  eingöngu hluti bæjarsjóðs, og hægt væri að nýta hann að eigin vild. Þrátt fyrir þær reglur og skilyrði sem stofnskjal sjóðsins segði til um. Þetta væri eiginlega allt í plati.

Burtséð frá því hvort sjóðurinn sé eiginlega bara til í plati, hefur þó enn ekki komið fram hjá honum hvort peningur sé til í sjóðnum, sem unnt sé að nýta. En það kemur fram að á næsta ári verði útlutað í nafni sjóðsins úr bæjarsjóði  helmingi lægri fjárhæð en hingað til hefur verið. Er nokkur furða að maður átti sig ekki á hvort réttara sé að hlæja eða gráta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kristilegi hornsteinninn í öllu sínu veldi.  Markús: 4:25 "Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur."

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband