Getur maður talað um allt við konuna?

Ég hef tekið eftir því undanfarið að innihald póstsins sem ég er byrjaður að fá er orðinn svolítið öðruvísi. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversvegna en reikna með að einhverjir þeir sem senda út allskonar auglýsingapóst hafi áttað sig á því sem ég hef barist við að halda leyndu, að senn skríður maður yfir fimmtugsaldurinn. Tölvupóstarnir frá þeim sem ég hafði talið til vina minna, eru líka orðnir þessu marki brenndir. Hingað til hef ég fengið allskonar skemmtilegan póst um útivist og gönguferðir stundum líka eitthvað um boð á skemmtilega viðburði. Nú fékk ég boð um að vera viðstaddur opnun Prjónasýningar á Akureyri. Veit svo sem vel hver sendi og vildi gjarnan vera viðstaddur opnunina, enda hef ég gaman að handverki allskonar.

Eins er það sem mér hefur fundist svolítið undarlegt,það er þessi maður sem alltaf er að þvælast fyrir mér í speglinum. Allt fram undir þessi síðustu ár hefur mér þótt hann bara nokkuð líkur mér eða tvíburabróðurnum og kunnað bara alveg ágætlega við hann. Hef getað staðið í eðlilegri fjarlægð frá speglinum og dáðst að sveininum. En undanfarið hef eg tekið eftir einhverri áráttu í honum að sýna sig ekki greinilega í speglinum, sem hefur orðið til þess að nauðsynlegt er orðið fyrir mig að kveikja ljós og standa nær speglinum en áður. Það hef ég ekki kunnað við.

Ég hef haft orð á þessu við frúna sem þrátt fyrir viðamikla hjúkrunarfræðimenntun hefur ekki komið með nein bitstæðari rök. en að endanleg hrörnun mín sé hafin , og nokkuð ljóst að ekki væri nema í hæsta lagi svona fimm áratugir eftir, miðað við hvernig ég hafði hagað lífi mínu hingað til. Ég hélt alltaf að hjúkrunarfræðingar fengju menntun í mannlegum samskiptum og hefðu tekið próf sálrænni skyndihjálp, en þessu var bara dengt framan í mig án nokkurar vorkunnar.

Hún hélt áfram og reyndi að koma mér í skilning að í raun væri þetta nú alls ekki svo slæmt núna, og sem betur fer væri ég við góða heilsu og bara nokkuð klár ennþá ég þyrfti ekkert að byrja að hafa áhyggjur af aldrinum strax. Sennilega alveg rétt hjá þér eins og alltaf sagði ég miklu hressari og nánast áhyggjulaus. En þegar þú sefur ekki lengur í sama rúmi og tennurnar þinar þá ættirðu að fara hugsa um hvort þú sért orðinn gamall sagði hún svo. Það er ljóst að um þessar áhyggjur mínar verð ég að ræða við einhvern annnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ja ef þetta eru algengur umræðumáti á þínu heimili, ja þá hlýtur að vera gaman hjá ykkur. Og óska ég ykkur til hamingju með það. Bið að heilsa frúnni.

Anna Guðný , 17.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.