Eldveggir og skjaldborgir

 

Á morgun mun fjármálráðherra leggja fram sína tillögu að fjárlagafrumvarpi ríkistjórnarinnar. Þá mun koma í ljós hvort þau stjórnvöld sem nú sitja standi undir því sem þau segjast vera. Velferðarstjórn. Þá mun koma í ljós hvort þau hafi valið að standa vörð um velferð og réttindi almennings allstaðar á landinu. Ekki bara Reykjavík 101.

Nú reynir á hvort við þau sem greiddum velferðarflokkunum atkvæði  okkar í síðustu kosningum uppskerum eins og við sáðum. Hvort ríkistjórnin hafi sett upp eldveggi og skjaldborgir gagnvart íbúum landsbyggðarinnar einnig, og hvort flokkarnir sem að henni standa fylgi stefnu flokka sinna sem þeir kynntu við síðustu kosningar.

Einn mikilvægasti þáttur velferðarkerfisins er heilbrigðisþjónustan. Að íbúar landsins alls hafi jöfn tækifæri til að njóta sambærilegrar þjónustu þegar áföll og sjúkdómar ríða yfir. Það er byggðasjónarmið, sem er kannski endilega það hagkvæmasta út frá reiknilíkönum, en eigi að síður mikilvægt sé litið til búsetu.

Við sjáum á síðum blaðanna að þessa dagana ríður holskefla  uppboða á heimilum fólks ríður yfir  yfir. Griðin sem gefin voru eru á enda. Skyldi fjárlagafrumvarp velferðarstjórnarinnr taka mið af því. Að gert verði  ráð fyrir að taka þarf á vandamálum þess fólks sem stækkar stöðugt. Nú reynir á og í raun síðasta tækifæri stjórnarinnar að senda út meldingar um að þau stóru orð sem gefin voru um skjaldborgina hafi eitthvað innihald.

Það verður líka spennandi að sjá hvernig stjórnvöld hyggjast taka á vandamálum fyrirtækjanna, sem sum hver eru við það að blæða út. Þar þurfa stjórnvöld að tryggja að eldveggurinn virki í báðar áttir en ekki bara aðra eins og nú er. Það þarf að setja skýrar reglur þar sem fjármálastofnanir skilja hver mörk þeirra eru í innheimtu skulda. Það þarf að skapa fyrirtækjunum og heimilunum tækifæri til að lifa í kjölfar helreiðar fjármálastofnanna.

Fjárlagafumvarpið núna er það mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur lagt fram. Þetta  er það frumvarp sem að lokum ræður úrslitum um hvort fólk telji það erfiðisns virði að taka stöðu með þeim stjórnvöldum sem nú ríkja. Það þarf ekki að sýna að allir erfiðleikar klárist á næst ári, en það þarf að skína í gegn að hjarta stjórnarinnar slær með fólkinu í landinu, en ekki embættismönnum og fjármálastofnunum sem nú telja lag á breytingum sem hvergi hafa verið ræddar. Það kemur í ljós á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já þetta verður spennandi. En vonandi gleymir fólkið í landinu ekki hvaða menn komu okkur í þennan djúpan pítt og sjá einnig að það gerist ekki allt á einum degi, jafnvel ekki á einu eða tveimur árum. Með seiglu, dugnaði og þolinmæði munum við vinna okkur upp aftur. Bara ekki halda áfram að gera sömu mistökin og treysta sömum mönnunum aftur.

Úrsúla Jünemann, 30.9.2010 kl. 17:07

2 identicon

Það er ekki til velferð án innistæðu.

Svolítið merkilegt að sumir eins og líklega þið hér neitið að viðurkenna það.

Bretland krata sökkti Bretlandi því sem næst.  Ábyrgð írska ríkisins á bönkum sökkti Írlandi á bólakaf.  Svona er heimurinn allt í kring um okkur.  Of mikið ábyrgðarleysi opinberra fjárvörsluaðila sem selja innistæðulausa "velferð".

Þetta hefur ekkert með að einhverjir hafi komið okkur í þennan pytt.  

...Fyrir utan þá auðvitað þá sem tæmdu banka, tóku of há lán, létu viðgangast afleiðulánasamninga í erlendum gjaldmiðlum o.s.frv.  

En Steingrímur bablaði aldrei krítik á þetta.  Hann bara tekur glaður við meiri lánum frá AGS og skattar meira þá sem vinna.

Það þarf að læra af þessu og leyfa fólki að skapa verðmæti sem geta lagt grunn að því sem gæti kallast "velferð".

Jón á skeri (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband