Tvö verst settu sveitarfélögin keppa í útsvari

 

Heimasíða Reykjanesbæjar verður manni nánast alltaf tilefni til umhugsunar. Nú auglýsa þeir þar keppni bæjarins í Útsvari. Og andstæðingurinn er Álftanes , sem sökum greiðslustöðu sinnar hafa þegar þurft að hækka útsvar sitt. Nú virðast menn ætla að keppa  um hvor býður betur  án þess að séð verði að ávinningur verði af þeirri keppni fyrir þau okkur sem útsvarið greiða.

Maður veltir því fyrir sér hvernig keppnin muni fara fram. Og hvar mörkin liggja. Og hvers vegna það er að það eru einmitt þessi tvö sveitarfélög sem veljast saman í keppninna. Verður keppt í að lækka útsvarið eða hækka það. Maður veltir því einnig fyrir sér hver verðlaunin verða. Eða hver veitir þau.

Það væri til að mynda frábær niðurstaða ef það sveitarfélag sem ynni og myndi lækka útsvar sitt mest fengi verðlaun sín frá til að mynda eignarhaldsfélaginu Fasteign í formi lægri húsaleigu.

 Maður velti einnig fyrir sér hve mikilvægt er þegar svona viðburðir eru kynntir að fyrirsagninar séu réttar. Hvernig hefði til að mynda þetta hljómað er fyrirsögnin á vef Reykjanesbæjar hefði verið  Tvö verst settu sveitarfélögin keppa í útsvari.  Já heimasíða Reykjanesbæjar er stöðug  uppretta  vangaveltna  hvað er og hvað getur orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll.

Nú fylgist ég spenntur með þegar þessi sveitarfélaög keppa í Útsvari. Ég mun örugglega hækka í Útsvarinu, til að missa nú ekki af neinu.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.10.2010 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband