Er garðyrkja róandi?

Það er fátt jafn róandi fyrir órólegan mann eins og mig en að dunda sér í garðinum. Allar áhyggjur hverfa og maður á notalega stund með sjálfum sér, og  sekkur ofan í eigin hugsanir. Maður nýtur stundarinnar, og það eina sem maður þarf að hugsa um er að týna í burtu hugsanlegan arfa og illgresi sem fellur til.  Þar til konan kallar.  Þá er friðurinn venjulega úti. Henni nægir ekki að horfa á grasið gróa.

Þannig var það í gær. Hún hafði stefnt okkur austur í Skálholt til að hlýða á frumflutning nýrrar messu eftir tónskáldið Svein Lúðvík Björnsson, sem við höfum verið svo heppinn að fá að fylgjast með í nokkur ár. Þeir tónleikar voru frábærir .

En það er einhvern veginn þannig að þegar mín er kominn af stað, nægir ekki að einbeita sér að því sem um hafði verið rætt , heldur detta alltaf upp ný verkefni upp í hendurnar á manni, án þess  að ég átti mig á því . Þannig var það líka í gær.

Töluðum um á leiðinni hvað það væri nú kannski gaman að stoppa aðeins í Hveragerði , og kíkja aðeins í gróðurhús, þótt við vissum náttúrulega bæði að við værum ekki að fara versla neitt, við værum búin  að gera það í garðinum í sumar sem ætlað var. Hefði náttúrulega átt að þekkja mína nógu vel til að eitthvað meira lægi að baki.

Vorum varla komin  á Hellisheiðina þegar umræður hófust um að gaman væri að hafa plómutré í garðinum,  ég reyndi að koma minni í skilning að við byggjum ekki á Spáni heldur í Reykjanesbæ, og þar væri engin sérstök skilyrði fyrir plómurækt, nema síður sé.  Þau rök mín virkuðu greinilega ekki því  þegar við keyrðum frá gróðrastöðinni var komið risastórt plómutré aftan í bílinn.  Og ég orðinn ábyrgur fyrir því að það nái að lifa.

Ég fór að hugsa um það þegar í bílinn var komið hvernig sölumaðurinn í gróðrastöðinni hafði einfaldað málið ótrúlega og sannfært mína um að það væri nú lítið mál að rækta plómutré í Reykjanesbæ.Þetta gerðu menn í Þorlákshöfn og þar  væri það  lítið mál. Það þyrfti bara skjólgóðan stað og svo grafa smá holu , stinga tréinu ofaní , og svo bíða bara fram á haustið með að týna uppskeruna. Kom svo til mín og sagði mér hve stór og djúp holan þyrfti að vera ,hann virtist gæta þess að konan heyrði ekki þessar upplýsingar.

Stærð og dýpt holunnar olli mér áhyggjum enda vissi ég af fyrri reynslu að jarðvegurinn í garðinum hjá okkur er ekki beint vel til þess fallin að grafa holu af þessari stærð sem sölumaðurinn hafði nefnt. Og í minum huga gat ég alveg eins átt von á að þegar holan hafði náð fullri dýpt, mundu jafnvel einhverjir Ástralir  fara að hoppa upp úr holunni. Nei mér varð ekki svefnsamt í nótt , og íhugaði jafnvel að garðyrkja væri ekki jafn róandi og ég hafði ímyndað mér.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Góður pistill.

tilfellið er að garyrkja jafnast á við þollaæegan sálfræðing er mér sagt. Þitt vandamál virðist liggja í því að konan er ekki með þér í þessu. Næsta verkefni hjá þér er því að fá hana með þér út í garð. :)

Landfari, 14.7.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Landfari

Nei það er nú ekki vandamálið, þar er hún jafnmikið og ég eða meira.Ég geri kannski bara meira úr mínu framlagi heldur en efni standa til á hennar kostnað. Hún fyrirgefur mér það örugglega.

Hannes Friðriksson , 14.7.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Landfari

Greinilega vel kvæntur í farsælu hjónabandi. :)

Kanski allt garyrkjunni að þakka.

e.s. þetta þollaæegan í fyrri athugasemdinni átti náttúrulega að vera þokkalegan og hefði verið það ef hægri höndin hefð verið á rétttum stað á takkaborðinu. Vonandi skildist það samt. :)

Landfari, 14.7.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband