Flugvirkinn verður að flýta sér!

Öll erum við alltaf að bíða eftir einhverju, og mismunandi lengi.  Lenti sjálfur í því í gær að nánast allur dagurinn fór í bið eftir að bílaviðgerðamaðurinn léti vita hvað var að bílnum. Ekki svo sem að það skipti neinu máli, því auðvitað þarf að gera við bílinn hvort eð er. Fór að velta því fyrir mér hvernig maður setur sjálfan sig í einhverja  pirringsstöðu  sökum atburða er maður ræður ekki við. Lífið verður að halda áfram og á þeim hraða er ég vel. Annars verður maður pirraður.

Það virðist vera orðin einhver lenska hér að menn  eru hættir að gera ráð fyrir óvæntum , en jafnvel fyrirséðum atburðum. Þannig las ég frétt í morgun um flugfarþega sem sitja fastir í Kastrup vegna flugvélar er þar bilaði. Tekið var viðtal við einn farþega er jafnvel lét sér detta í hug að sækja bætur vegna þess tjóns er orðið hefur á hans högum síðustu 18 klukkustundir eða svo.

Flugfélagið sem í þessu  tilfellivar Iceland Express , verður skyndilega að einhverjum sökudólgi fyrir það eitt að ákveða að fljúga ekki yfir Atlanshafið á bilaðri flugvél. Samkvæmt viðtalinu kom fram að félagið hafi látið vita með 1. klst að seinkun yrði á fluginu,  en ekki hve mikil enda kannski ekki hægt þar sem um bilun væri að ræða og erfitt að meta hve langan tíma viðgerðin tæki.

Hlutir sem þessir gerast nánast daglega í flughöfnum um allan heim og þykja í flestum tilfellum ekki fréttaefni af þeirri stærðargráðu sem við veljum að gera þetta að. Fólk veit að allir hlutir geta bilað og tíma tekur að gera við þá. Þá veðum við að bíða og reyna að halda ró okkar. Það breytir ekki neinu hvort við fáum að vita hvort flugvirkinn er þessa stundina að snúa skiptililykilinum til hægri eða vinstri, nóg er að vita að flugvélin fer ekki af stað fyrr en gert hefur verið við hana. Það veitir mér öryggistilfinningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sko það er alveg lykilatriði ef þú hefur ættlað til Gunnu frænku í Grafarvoginum í kaffi þegar þú kæmir heim að þú fáir nú að vita hvort flugvirkinn sem er að gera við relluna sem þú býður eftir að farai í loftið sé að snúa lyklinum til hægri eða vinstri þá stundina tja eða bara jafnvel enn að reyna að greyna bilunina það er sko algört möst finnst mér þó það breyti engu fyrir þig hvort þú kemst í kaffið eða ekki.

En ef flugvirkinn vissi nú af því að þú ættlaðir í kaffi til Gunnu frænku þinnar þegar þú kæmir heim tja þá kannski myndi hann flíta sér (og yfirsjást eitthvað um leið). Frekar myndi ég nú vilja missa af kaffinu.......eða mæta bara seinna í kaffið. 

Sverrir Einarsson, 10.8.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband