Stórhættuleg hrossafluga á sveimi í Reykjanesbæ.

Vandamál heimsins stækka stöðugt. Nú síðustu daga hafa hrossaflugurnar farið á stjá og sjá má þær af og til á ýmsum stöðum hér í bæ. Hef þó ekki heyrt ennþá að þær fari um í flokkum, en auðvitað vissara að hafa augun hjá sé hvað það varðar.

Vandamál þetta sem við mér hefur blasað í mörg ár , án þess að ég hafi vitað um alvarleika málsins, fyrr en í morgun er ein samstarfskona mín benti okkur á það. Dóttir hennar hafði þá verið að hringja og tilkynna henni að eitt þessara skaðræðisdýra væri komið inn heim hjá henni, og eina ráð dótturinnar var að læsa sig inn í herbergi og dvelja þar þar til einhver kæmi heim og útrýmdi þessu skaðræðisdýri, sem eins og samstarfskonan útskýrði að flygi um öll herbergi hússins gersamlega stjórnlaus með fæturnar dinglandi  í allar áttir.

Já vandamálin eru mörg sem á fólk er lagt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband