Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Var þetta vönduð stjórnsýsla?
Maður veltir því oft fyrir sér hvernig hlutirnir æxlast , og hvernig þeir síðustu verða fyrstir, eða öfugt. Í dag var ég í svona léttum kosningagír, aðallega til að afla mér upplýsinga um hvað hafði verið sagt um fjármögnun og aðkomu ríkisins að framkvæmdum í Helguvíkurhöfn .
Eftir þá yfirferð virðist mér ljóst að meirihlutinn í Reykjanesbæ hafi undanfarið verið að kasta steinum úr glerhúsi, og fékk jafnvel á tilfinninguna að í glerhúsinu hafi einnig verið postulínsbúð þar sem fíll hafi verið á ferð , í vondu skapi. Nú þegar að kreppir er þetta nefnilega eitt fjölmargra mála sem þeir bera enga ábyrgð á, og reyna að kasta kostnaði vegna eigin ákvarðana yfir á ríkissjóð, sem þó samkvæmt lögum heimila ekki aðkomu ríkisins þarna að.
Samkvæmt þessari frétt frá 27.04.2007 tekur Reykjanesbær að sér að sjá Norðuráli fyrir nauðsynlegri hafnaraðstöðu, og það hljóta þeir að gera í ljósi vissu sinnar fyrir því að þeir einir þyrftu að bera þann kostnað. Enda lögin skýr hvað það varðar.
Þetta virðist einnig vera skilningur formanns atvinnu og hafnarráðs sem telur í þessari grein ástæðu til að atyrða fulltrúa minnihlutans fyrir neikvæðni í garð framkvæmdanna, þótt öllum sé ljóst að þar eru tveir sérlega glaðir menn á ferð.
Er von að maður spyrji sjálfan sig hvort hér hafi vönduð stjórnsýsla ráðið för?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þinglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá,reglur, viðurlög á þingmenn og aðra þjóna í ljósi gerðar manneskjunar, Islensk pólitík ómerkileg, svikráð til áratuga
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.