Græn epli eru líka góð!

  Við könnumst öll við það, að festast í ákveðnum skoðunum eða smekk.  Og yfirleitt teljum við ekki vert að skipta um skoðun, sökum  einhvers sem  við ákváðum fyrir löngu.  Við höldum fast í skoðanir okkar og smekk, sama hvað gengur á.

Stjórnmálaskoðanir okkar eru kannski  þessu marki brenndar.  Við virðumst mörg hver líta svo á að þær hafi okkur verið gefnar í vöggugjöf, og það eitt að skipta um skoðun á miðri leið sé föðurlandsvikum líkast.  Sama hvað gengur á.  Enda kannski ekki að furða í landi þar sem margir hætta að umgangast náungann skipti hann um stjórnmálaskoðun.  Þá verður viðkomandi ekki lengur „einn af okkur" eins og einn sagði við mig á sínum tíma þegar ég tók þessa magnþrungnu ákvörðun. Sem mér að vísu þótti bara sjálfsögð í ljósi aðstæðna.

Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér síðustu daga, enda sjálfur fundið , að það sem vinunum á sínum tíma þótti galin hugmynd, hefur ekki farið eins illa með mig og spáð var fyrir.  Það var svona svipað og að fara í búðina og neyðast ekki lengur til að kaupa rauðu eplin sem  ég hafði ákveðið ungur að væru best.  Ég gæti líka keypt þau grænu ef þau rauðu væru tekin að mygla.  Eg uppgötvaði að græn epli eru líka góð.  Það þarf bara að hafa hugrekki til að smakka á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.