Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Einstaklingar vinna sigra, en lið vinna titla.
Þakkir til kjósenda.
Nú þegar prófkjöri Samfylkingarinnar er lokið vil ég óska þeim frambjóðendum sem náðu góðum árangri til hamingju. Í opnum prófkjörum getur allt gerst. Ljóst er að ég náði ekki þeim árangri sem að var stefnt, við því er lítið að gera . Eftir stendur málefnastaðan sem enn hefur ekki verið rædd, og framundan er mikil og erfið vinna frambjóðendanna í að útskýra stefnumörkun flokksins. Þrátt fyrir vonbrigði vil ég vera með í þeirri vinnu því enn tel ég að ég hafi eitthvað til málanna að leggja og er tilbúinn til þess að vinna það gagn sem ég get, verði eftir því óskað. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að allir standi saman og leggist á eitt að vinna öllum góðum málum brautargengi. Ég vil þakka þeim þeim kjósendum sem lögðu á sig að fara á kjörstað og veita mér stuðning . Einum áfanga er lokið og viðtekur sá næsti. Þar skulum við öll standa saman bænum okkar til heilla. Einstaklingar vinna sigra en lið vinna titla.
Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður er Samfylkingin ekki í því að virkja sitt hæfasta fólk, ég hef kvartað ÍTREKAÐ undan því síðustu tvö árin. Í raun óskiljanlegt, en svona er þetta bara hjá Samspillingunni, enda á ég enga samleið með þeim FLokki. Vegni þér vel í framtíðinni.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 1.3.2010 kl. 09:59
"Einstaklingar vinna sigra, en lið vinna titla" æjæj
sandkassi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.