Áfram í baksætinu.

Í kjölfar kreppu er margt  það er viðkemur hinum pólitíska vettvangi orðið neikvætt í hugum margra. Við sjáum stjórnmálin  sem niðurbrjótandi  hagsmunaöfl sem einblína á eigin markmið. Öfl sem sökum einstrengingsháttar  þeirra er áhrif hafa,  leiða okkur  í ranga átt.  Án  sjáanlegs ábata fyrir það samfélag sem hinum pólitísku öflum er ætlað að þjóna.

Við höfum á undanförnum mánuðum orðið vitni að atburðarrás þar sem hver höndin hefur verið upp á móti hvorri annarri. Alþingi hefur verið undirlagt í umræðu  um Icesave málið , og sumir þingmenn hafa litið svo á að það væri meira magn af ræðum en gæði þeirra sem fara ætti eftir. Og til að auka magnið hafa þeir endurtekið hverja setningu þrisvar sinnum til að auka á magnið. Þeir hafa valið að líta á stjórnmálin sem vettvang til að ala á illdeilum án lausna í stað þess að leiða hugann að því sem þeir voru kjörnir til. Að leysa málin.

Í raun eiga stjórnmálin að vera sá vettvangur þar sem  ágreiningi er eytt , með samræðu sem leiði til lausna. Að þar sé sköpuð samstaða um það sem augljóst á að vera. Og mismunandi  áherslur samhæfðar. Að sú niðurstaða sem að lokum fæst sé augljóslega byggð á skynsömum og málefnalegum rökum. Stjórnmálin eiga ekki að vera keppnisvöllur þrjóskuhausa sem virðast alltaf líta á sína lausn sem hina einu réttu.

Margir virðast líta á stjórnmálin sem stað þar sem hefndum er náð. Að nú sé komin tími til þessa að hefna ófara. Það getur aldrei leitt til góðs, því þá hafa annarleg sjónarmið tekið yfir. Sjónarmið sem eingöngu miðast við hagsmuni þess sem vill hefna. Og þau markmið sem háleitari eru gleymast. Slíkur pólitískur hanaslagur þjónar bara einum. Þeim sem hefndum vill ná.

Hafi einhvern tíma verið þörf á að þau stjórnmálaöfl sem nú starfa í landinu slaki nú örlítið á í stefnum sínum og hugmyndafræði til heilla fyrir þjóðina þá er það núna. Samtök launþega og vinnuveitenda hafa nú á annað ár gefið gott veður fyrir þá stjórnmálamenn sem valist hafa til forystu. Sá tími hefur farið í flest annað en að uppbyggjandi umræðu sem leitt hefur til lausna. Nú hillir undir lausn á einu vandamáli. Lausnar sem til er komin sökum samstöðu og samvinnu. Af því eiga menn að hafa lært. Framundan er lausnir á öðrum og einnig aðkallandi málum.

Þrátt fyrir einlægan vilja þeirra sem hruninu ollu til að fá völdin á ný þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Þeir verða að sjá og skilja að þau vandamál sem þjóðin á við glíma eru stærri og meiri en að hægt sé núna að eltast við þörf þeirra fyrir völd og viðurkenningu á þessa stundina . Þeirra hlutverk núna hlýtur að vera að sitja aðeins lengur í baksætinu, og taka helst ekki til máls, nema þeir hafi eitthvað til málanna að leggja til lausnar. Á það hefur skort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hárétt hjá þér. En ætli þessir menn í baksætinu geta og skilja þetta? Það er forhert gengi sem sé ekki fram fyrir sitt eigið nef.

Úrsúla Jünemann, 9.3.2010 kl. 22:58

2 identicon

Sammála!  Þjóðin verður að passa að kúlulána og þjófahyskið úr Sjálfstæðisflokknum komist ekki að í bráð.  Það er nóg að það skuli ráða nokkrum bæjarfélögum á landinu, þó að bókhaldið þar myndi ekki þola dagsljósið!

Andri. (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.