Hvað er að gerast hjá Kölku?

 

Nú undanfarið höfum við fylgst með úr fjarlægð málefnum sorphreinsistöðvarinnar Kölku. Og skilist af umfjölluninni að sú sala sem nú er fyrirhuguð komi til sökum samstarfserfiðleika sveitarfélaganna. Að ekki hafi verið unnt að haga svo málum að stærsti eigandinn gæti fengið notið þess sjálfsagða réttar að hafa þar áhrif í takt við framlag sitt. Málið virðist hafa snúist um það hvernig skipað væri í stjórn. Um það hafa ekki tekist sættir, og menn sjá ekki fram á áframhaldandi samstarf meðal sveitarfélaganna um verkefni sem tengjast slíkum rekstri.

Sú umfjöllun sem salan á Kölku hefur fengið hefur vakið upp margar áleitnar spurningar. Hver er sá aðili sem lagði inn hæsta tilboðið í Kölku (Waste Energy Management), en segist nú eingöngu vera með þreifingar ef marka má umfjöllun vefmiðilsins Eyjunnar þann 23.3 2010. Þar sem rætt er við lögmann fyrirtækisisns?  Og jafnframt gefið í skyn að hugsanlegt sé að flutt verði inn sorp til brennslu.

Það virðist ljóst að fyrirætlanir fyrirtækisins eru einhverjar, en ekki vitað hverjar þær eru. Við því þarf að fá svör. Ljóst er að fyrirtækið hefur nú þegar fengið úthlutað rúmlega 24.000 fermetra lóð hjá Reykjanesbæ. Hvað ætla þeir að nota hana undir? Nýja sorpbrennslustöð? Og hverju á að brenna ?

Ljóst er að tækninni fleygir stöðugt fram og nýjar aðferðir við brennslu hafa tekið við af hinum eldri. Brennt er við meiri hita sem að mér skilst sé náttúruvænna, sé eitthvað slíkt hér á ferðinni virðist sú breyting sem fyrirhuguð er vera af hinu góða. En það þarf þá að vera á kláru hvaða framkvæmdir er verið að leggjast í. Og hver áhrifin verða.

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér eftir hverju er verið að slægjast, og hversvegna verið sé að kaupa sorpbrennlustöð í sem er í rekstri , ef fyrirhugað er að reisa aðra nýja við hliðina. Er hér verið að fara styttri leið að framkvæmdinni? Er verið að greiða fyrir brennslusögu Kölku , og komast hugsanlega hjá umhverfismati sem myndi fylgja ef goodvillið og sagan væru ekki keypt. Og hversvegna er það gert?

Það er eins með góðu málin og þau vondu, að þeim fylgja spurningar sem nauðsynlegt er að svara áður en ákvörðun er tekin. Það eru þau svör sem gefin eru sem svo ákvarða hvort máið er gott eða slæmt. Í  þessu máli virðist útilokað að svara hvoru megin það lendir. Til þess vantar meiri upplýsingar. Sem sjálfsagt ætti að vera að leggja á borðið, í stað þess að sveipa málið þeim leyndarhjúp sem það virðist vera undir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.