Mánudagur, 5. apríl 2010
Lengi má manninn reyna!
Þolinmæðin þrautir vinnur allar, eða lengi má manninn reyna datt mér allavega tvisvar í hug núna um páskahelgina. Það virðist einhvern veginn ekkert hafa breyst, þrátt fyrir hrun og aðra óáran sem yfir landið hefur gengið. Ennþá vaða sömu gerendurnir uppi og sölsa undir sig allt það sem flestir hefðu talið að þeim ætti ekki að vera unnt. Í ljósi fortíðarinnar.
Það virðist eitthvað vera að regluverkinu okkar, eitthvað sem stjórnmálin virðast ekki hafa áhuga á að breyta.Stjórnmálamennirnir virðast hafa misst móðinn, eða aldrei haft hann. Aftur er landinu stjórnað af bönkunum, sem nú eru í eigu kröfuhafa. Sem virðast hafa sömu markmið og þeir sem áður komu þeim á hausinn. Að sem flest lendi í sömu höndum.
Hvernig í ósköpunum það má vera á á árinu 2010 skuli til að mynda Fréttablaðið vera enn í eigu sömu aðila og áður skil ég ekki. Og að menn skuli komast upp með að halda því leyndu hverjir hinir nýju hluthafar eru eru óskiljanlegt. Maður skyldi ætla að menn hefðu lært eitthvað, en svo virðist ekki vera.
Þrátt fyrir hugrakkar tilraunir núverandi stjórnar til að breyta mörgu því sem hér var áður í ólagi, virðist margt ógert. Það er neitt náttúrulögmál að ekki sé hægt að hafa áhrif á hvað gerist innan bankanna. Sérstaklega þegar það samræmist ekki því sem menn kalla almennt siðferði eða réttlæti. Þá spillingu sem innan bankanna virðist grassera þarf að uppræta áður en þolinmæði þjóðar sem nú hefur sýnt ótrúlegt langlundargeð þrýtur alveg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.