Föstudagur, 4. júní 2010
Við þurfum öll að verða jafnaðarmenn
Það er ljóst að fram undan eru tímar endurmats, þar sem flokkarnir verða að gera starf sitt áhugavekjandi. Slagsmál hugmyndafræði um hægri, vinstri , og jafnaðarmennsku , þarf að taka breytingum. Gegnsæi og skynsemi, ásamt heiðarleika munu ættu að verða þau gildi sem við byggjum við byggjum líf okkar á. Sérhagsmunir þurfa að víkja, fyrir hagsmunum heildarinnar. Við þurfum öll að verða jafnaðarmenn.
Við höfum á undanförnum mánuðum fylgst með björgunarðgerðum þjóðfélagss em varð fyrir áfalli. Þar sem allir þeir sem skyldum áttu að gegna brugðust. Stjórnmálamenn leystu frelsið úr læðingi, og misstu yfirsýn yfir hlutina. Reglur sem tryggja áttu yfirsýn voru ýmist lagðar niður, eða sniðnar að þörfum hagsmunaaðila. Lögmál frumskógarins voru það sem gilti. Hinn venjulegi borgari sýpur nú seyðið af því. Og vill breytingar. Þau voru úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Jón Gnarr og Dagur B Eggertsson fyrir hönd flokka sinna standa nú í meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir takast erfitt verkefni á hendur , auðnist þeim að ná saman. Þar koma saman tvö öfl, hinn almenni borgari með sína raunsæu sýn á lífið, og fulltrúar stjórnmálaaflanna sem fyrst og fremst hafa barist fyrir hugmyndafræði síns flokk. Þeir þurfa að finna þann veg sem sameinar á ný. Leið til að ræða hlutina í gegn, þannig að allra hagsmuna sé gætt af sanngirni . Þeir þurfa að breyta umræðustíl stjórnmálanna. Þannig að allir verði vinir í skóginumFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.