Þriðjudagur, 22. júní 2010
Stöndum vörð um það sem skiptir máli.
Hin ýmsu hagsmunasamtök hafa undanfarið hamrað á hættunni af óargadýrinu. Dýrinu sem sogar allt fjármagnið til sín. Óargadýrirð á að vera hallarekstur ríkissjóðs. Hallarekstur sem sem grundvallast að mestu á þeirri þjónustu sem við hingað til höfum verið verið sammála um að betra væri að sinna sameiginlega en sitt í hvoru lagi. Við viljum velferðarsamfélag sem tryggir borgurum landsins jafnan rétt og öryggi
Heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngumál, löggæsla og mörg önnur mál tengd velferð borgarans flokkast þarna undir. Í kjölfar hruns frjálshyggjunnar er öllu því sem áður hafði verið byggt upp ógnað. Í stað samstöðu um að standa vörð um það sem okkur öllum er mikilvægt sameiginlega, er hinn opinberi rekstur gerður að okkar helsta vandamáli. Óargadýri.
Víst er að við getum á sparað á margan hátt í rekstri hins opinbera, og stillt kröfum okkar í hóf tímabundið.Á það á að láta reyna. Á meðan við vinnum okkur út úr vandamálum þess er hin taumlausa græðgi frjálshyggjunnar kallaði yfir okkur. En við megum ekki ganga svo langt að rústa þeim stoðum sem við byggjum líf okkar á. Hið opinbera hlýtur að vera sá vettvangur sem sinnir sameiginlegum þörfum okkar.
Við verðum nú að hverfa frá hugsun sérhagsmunahópanna sem hópast hafa saman til að gæta sinna hagsmuna. Við verðum að gera þá kröfu að í nánustu framtíð að hér rísi upp velferðarsamfélag byggt á traustum grunni. Þar sem kröfur um að framgangur sameiginlegra hagsmuna ganga ofar öskri sérhagsmunahópanna. Þar sem við getum verið róleg, og treyst því að sanngjörn almannasjónarmið ráði för. Við eigum að standa vörð um það sem skiptir máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta ætti nú að vera einfallt. Raðaðu ÖLLUM málum í forgangsröð.
1) Heilbrigisþjónusta
2) Skólar
3) Samgöngur
...
...
...
x) Löggæsla
y) Utanríkisþjónusta
z) Lystamannalaun
Því neðar í röðinni, þeim mun meyri sparnaður þar að nást.
Einfallt. Keyrir ekki allt í kaf og heldur því sem halda þarf
Jón (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:06
Það eru góð fiskimið fyrir utan hjá þér, það eru góðar hafnir út um alt land, sem ættu að mala þjóðini gull.
En hvað er að sjá, hafnir tómar, fiskimiðin auð. Já. Það vantar eitthvað, það eru smábátar og fólkinu vantar
vinnu. Getur þetta verið einfaldara. Veruleikin er sá að um 100 vinnsluskip eiga fiskin á fiskimiðunum þínum,
þar riðlast þau aftur og framm 365 daga á ári. Fiskimiðin eru bara svipur hjá sjón, þau eru að gefa 150.ooot
þorskur, 60.000t ýsa, 50.000t ufsi, 50.000t karfi. Þetta er þjóðarskömm hvað aflinn er lítill.
Góður lesandi, láttu ríkisstjórnina koma með frjálsar smábátaveiðar.
Það myndi jafna lífskjörin hjá fólkinu og fiskimiðin, já ef þau væru nýtt af smábátum, þá færu þau að gefa
þjóðini margfaldan afla frá því sem þau gefa í dag.
Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 13:50
Hannes! hvaða heilbrigðiskerfi, skóla og samgöngur ætlar þú að hafa ef löggæsla er ekki sett efst í goggunarröðina??
Er ekki lögreglumaður. En þetta eru alda gömul vísindi. Grikkir/Rómverjar t.d.
itg (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.