Er frelsið framundan?

 

Framundan eru flokkráðsfundir Samfylkingar, Vinstri Grænna  og Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Þessir fundir fara nú fram á afdrifaríkum tíma og í skugga úrskurðar Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Fyrir landsfundi þeirra sjálfstæðismanna liggur meðal annars að taka afstöðu til aðildarumræðu að ESB. Þar er er andstaðan mikil, þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljós hve skynsamlegt slík aðild er. Sérstaklega í ljósi úrskurðar Hæstaréttar.

Dómur Hæstaréttar  er ekki einungis staðfesting á ólögmæti hinna  gengistryggðu lána, heldur einnig ábending um að hið íslenska efnahagskerfi með íslenska krónu stenst ekki lengur. Til þess er kerfið of lítið og krónan of veik. Við erum of veik fyrir þeim sveiflum sem koma hér reglulega.

Nú geta menn sett sig í allskonar þjóðernisstellingar og galað um nauðsyn  þess að eiga eigin gjaldmiðil. Að núverandi ástand sé akkúrat það sem henti best  íslenskri þjóð. Og setja þurfi þak á verðtryggingu, svo hér verði búandi fyrir hinn venjulega borgara. Það er leið þeirra sem vilja viðhalda ánauð og helsi einstaklingsins. Það er leið leið hrunaflokkanna  Framsóknar og  Sjálfstæðis.  Vinstri  Grænir velja þó umræðuna.

Þeir vextir sem nú eru sagðir ógna efnahagskerfi íslensku þjóðarinnar eru akkúrat þeir vextir sem meginþorri  Evrópubúa greiða af lánum sínum. Þeim er ekki ætlað að borga verðtryggingu ofan á þá vexti , sökum slakrar stöðu gjaldmiðilsins eða óvissu framundan. . Vextirnir geta að vísu hreyfst um eitt eða tvö prósent eftir því hvernig árar, en ekkert í takt við þá rússibanareið sem íslenskum almenningi er boðið upp á reglulega.

Er ekki komin tími til að þeir flokkar og hagsmunasamtök sem viðhalda vilja núverandi ástandi skoði hug sinn á ný? Hvort tími til uppstokkunar úrelts  efnahagskerfis sé ekki akkúrat núna.  Að tíminn sé komin til að íslenskur almenningur njóti þess að borga það sem eðlilegt er fyrir aðgang sinn að lánsfé svipað og aðrir íbúar Evrópu.  Án verðtryggingar eða gengistryggingar.  Að allri óvissu verði eytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband