Föstudagur, 20. ágúst 2010
Heldur fíkinin okkur gangandi?
Heldur fíknin okkur gangandi? Og höfðum við sem þjóðfélag hegðað okkur svolítið sem fíklar áður en til hrunsins kom? Talið að það væri aðeins ein leið til að lifa lífinu, þrátt fyrir að vita felst hverjar afleiðingar gjálifnaðarins yrðu að lokum. Kerfið myndi gefast upp.
Öll vitum við hverjar afleiðingar fíknar geta orðið. Við höfum heyrt um heróínsjúklinga sem ánetjast hafa og hvernig líf þeirra hefur ánetjast þörfinni á að ná sér stöðugt í nýja sprautu. Við þekkjum líka fjölda fólks í kringum okkur sem ánetjast hafa nikótíni. Og við vitum að hjá mörgum þeim sem hafa ánetjast hve erfitt er að hætta. Þrátt fyrir augljósa kosti þess.
Sumum hefur tekist að losna úr viðjum fíkninnar, og flestum þeim hefur auðnast að eiga betra líf á eftir. Nýjar áherslur hafa tekið við, og spennandi viðfangsefni skotið upp upp kollinum. Í flestum tilfellum mun heilbrigðari.
Það virðist ljóst að sú fíkn sem leiddi til hruns efnahagskerfisins var græðgi, þar sem nýta skyldi hverja smugu til að viðhalda vímunni. Og lítið skeytt um hverjir þyrftu að borga brúsann að lokum. Núverandi og komandi kynslóðir. En verst var að við urðum meðvirk.
Í tvö ár höfum við nú verið í afvötnun, og erum nú byrjuð að finna hvernig landið er þrátt fyrir allt byrjað að rísa á ný. Enn fáum við þó fráhvörf og finnum á pyngjunni að stundarvíman hefur kostað sitt. Mörg heimili eru við það að sligast bæði fjárhagslega og andlega. Reynt er að finna lausnir á fjárhagshliðinni , og vonast til að hin andlega rísi samhliða. Batinn tekur þó langan tíma.
Hrunið hefur kennt okkur að stundarvíman tekur sinn toll. Að við verðum sem þjóðfélag að vanda okkur betur þegar kemur að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar. Að staldra við þegar þeir sem kalla á nýjar sprautur sem hina einu lausn. Þeir virðast enn vera í vímu græðginnar sem svo illa fór með okkur áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Það voru einmitt kafdópaðir kjókaín-fíklar sem áttu einmitt stóran þátt í bankahruninu...góður pistill annars.
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.