Mánudagur, 23. ágúst 2010
Det er noget galt í Danmark.
Það er eitthvað ekki eins og það á að vera hlýtur að vera niðurstaða helgarinnar eftir flutning frétta af orkugeiranum. Orkuveita Reykjavíkur í botnlausum skuldum , og fáir hafa trú á að skyndilegum tilboðum Magmamanna til nánast allra sem enn eiga skilding í vasanum virka ekki traustvekjandi. Det er noget galt í Danmark" söng Mogensen hinn danski , og ég er ekki frá því að eitthvað sé það svipað hér á Íslandi.
Skuldir Orkuveitunnar eru ógnvekjandi, og þær skuldir eru ekki tilkomnar sökum framkvæmda við að afla nauðsynlegrar orku til kyndingar heimilanna eða lýsingar þeirra vegna. Þær skuldir eru að mestu tilkomnar sökum annarra verkefna, sem ekki hafa reynst arðbær. Stóriðjudrauma og flottræfilsháttar sem hinum almenna borgara er nú ætlað að greiða. Eigi Orkuveitan að lifa áfram .
Magmamenn vilja nú ná sáttum við samfélagið. Senda bréf og boð um forkaupsrétti og hlutabréfakaup til lífeyrisjóða og stjórnvalda , í von um að stöðva rannsókn á hlutabréfakaupum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. Iðnaðarráðherra vill ræða málin og vinda ofan af hlutunum svo ekki þurfi að koma til hugsanlegra málaferla, eða þjóðnýtingar þeim hluta málsins. Það virðast önnur mál vera brýnni ,sem þarf að ræða.
Það sem upp úr stendur eftir fréttir helgarinnar er í mínum huga grafalvarlegt. Þeir stjórnmálamenn sem með völdin hafa farið og vitneskjuna haft hafa kastað frá okkur þeim gæðum sem landið hefur gefið okkur. Sökum leti við að fara yfir þá arðsemisútreikninga sem fyrir þá hafa verið lagðir þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir. Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja hefur verið fórnað á altari stóriðjunnar. Og nú virðast okkur okkur flestar bjargir bannaðar. Aðrar en að taka á sig skellinn. Með greiðslu hærra orkuverðs.
Við stöndum á tímamótum. Staðreyndirnar blasa nú við og vandséð um góðar lausnir . Við verðum nú að greiða skuldir fortíðarinnar, sem greinilega munu nú koma niður á lífskjörum okkar. Í þeim efnum getur stóriðjan ekki verið undanskilin.
Atvinnuuppbygging án arðsemisskoðunar virðast nú vera að koma orkufyrirtækjunum í koll. Ekkert er mikilvægara núna en að velta við öllum steinum. Svo við vitum öll hvar vitleysan var gerð, og sú vitleysa verði aldrei gerð aftur. Við búum í landi þar sem auðlindir og gæði eru næg. Og það er okkar ábyrgð að nýta þau gæði á þann hátt að allir njóti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við verðum að láta þá fara á hausinn og loka fyrirtækinu. Þá mun heitt vatn streyma í húsin án þess að það sé rukkað því þeir geta nefnilega ekki lokað á húsin Erlendir lánardrottnar verða að bía í það súra epli að ef þeir taka yfir þá setjum við mjög óhóflegt gjald á þá en í sannleika sagt þá eru gufuaflsvirkjanir ekki mjög arðbærar sérstaklega eftir að þeir verða koma upp CO2 hreinsistöðvum
Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 21:29
Vá, hvða ég er sammála þér!
Úrsúla Jünemann, 23.8.2010 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.