Þriðjudagur, 21. september 2010
Varðhundar valdsins.
Kviðdómur valdsins var kallaður saman, og sakborningum boðið að flytja mál sitt. Dómarinn kvað upp úrskurð sinn í ræðu á Alþingi í gær. Varðhundar valdsins virðast hafa komið sínu fram, og í ljós skín einbeittur viljinn til þess læra ekkert á hruninu. Vináttan er meira virði. Niðurstaðan vekur spurningar um á hvað leið við erum .
Alger samstaða var um myndun þingmannanefndar til að taka á afar viðkvæmu máli. Hver flokkur kaus sér þá nefndarmenn sem þeir treystu best til þess að taka á einu því viðkvæmasta máli sem fyrir Alþingi hafði komið. Allir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins, og eftir hvaða lögum skyldi farið. Og engin vissi niðurstöðu nefndarinnar fyrirfram. Ef svo hefði verið hefði ekki verið þörf á nefnd þeirri sem skipuð var.
Þingmannanefndin var ekki dómstóll. Henni var gert að taka afstöðu til viðbragða Alþingis við skýrslu Alþingis við skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Það gerði hún og kom með fjölmargar tillögur til úrbóta. Jafnframt því sem hún kom með þrískiptar tillögur um hverjum fyrrum ráðherra skyldi stefnt fyrir landsdóm. Það gerði hún, þó um þrískipt álit væri að ræða.
Það er nú hlutverk alþingismanna að taka afstöðu til þess hvort stefna beri þeim ráðherrum fyrir Landsdóm. Sá ákvörðum byggist á þeirra persónulega mati um hvort þeir telji vafa leika á um hvort brot hafi verið framinn. Það er ekki hlutverk þeirra að skera úr um. Það er hlutverk dómstólsins. Sækjandans að sýna fram á að brot hafi verið framið , og verjandans að sýna fram á að svo var ekki. Dómstóllin á erfitt hlutverk fyrir höndum. Komi hann yfirleitt saman. Varðhundar valdsins virðast ekki vilja það.
Menn bera nú á borð þau aularök að ekkert hafi verið hægt að gera, og því beri ekki að stefna þeim sem við stjórnina sátu um hver endirinn varð. Þess þá heldur myndu sumir segja. Hvað voru menn eiginlega að gera?
Það er ljósara nú en nokkru sinni fyrr að uppstokkunar er þörf í því pólitíska umhverfi sem við búum við. Við þurfum að finna leiðir til þess að störf stjórnmálaflokkanna snúist eingöngu um stefnur og hugsjónir. Að þeim mönnum og konum sem stefnuna bera fram sé það fullkomlega ljóst að það séu ekki persónur þeirra eða vina þeirra sem í forsæti séu. Skiljum þann pakka eftir hjá varðhundum valdsins. Valdalausum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta hjá þér.
Sævar Helgason, 21.9.2010 kl. 11:43
sammála!
Lúðvík Júlíusson, 21.9.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.