Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.

 

Maður veltir því fyrir sér hvað stefnu mál eru að taka í svonefndu Landsdómsmáli.  Og hverjar afleiðingar þess verða velji menn að láta sem svo að ekkert hafi það gerst að ástæða sé að láta reyna á Landsdóm.  Það getur varla verið meining manna að allt hafi verið eðlilegt við þá stjórnsýslu sem ráðuneyti stjórnar Geirs H Haarde viðhafði, eða viðhafði ekki. Hafi ekki verið unnt að afstýra hruni eftir árið 2006 veltir maður því fyrir sér hvað menn voru að gera á stjórnarheimilinu.

Það virðist ljóst að um stjórnartaumana er varða efnahagsmálin héldu aðrir en kjörin stjórnvöld. Allar upplýsingar um stöðuna virðast hafa legið fyrir hjá  Seðlabanka Íslands. Þeim upplýsingum virðist ekki hafa verið komið áfram nema til ákveðinna aðila, flokksfélaga seðlabankastjórans og ef til vill nokkurra þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn treysti til að héldu málinu hjá sér.

Það er einnig ljóst að flest það sem seðlabankinn vissi, vissi forsætisráðherrann einnig , og nokkrir nákomnir honum. Bara það að þær upplýsingar voru ekki nýttar til að lágmarka tjónið, ætti að vera nóg til að kalla Landsdóm og eyða vafa. En málið hefur snúist upp í annað en spurningu um ábyrgð, málið er farið að snúast um persónur og varnir þeirra . Málið hefur tekið á sig flokkspólitískan blæ, þar sem þeir sem kepptust um að taka ábyrgð á landsmálunum firra sig nú ábyrgð á afleiðingum afskiptaleysis síns.

Það þing sem nú situr er skipað fjölda nýrra þingmanna. Þingmanna sem þjóðin treysti til að leiða þær breytingar sem augljóslega var þörf. Þingmannanefndin er að meginhluta skipuð nýjum þingmönnum, sem hafa staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar. Meirihluti nefndarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skjóta niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar til Landsdóms. Og eyða þar þeim vafa sem uppi er.

Verði það ekki gert er ljóst málið muni áfram hanga yfir sem staðfesting þess að sumir er jafnari en aðrir. Að sama réttlæti gildi ekki um alla þegna þjóðarinnar. Að kjörnir fulltrúar þurfi ekki hafa áhyggjur af því að standa ábyrgir gagnvart gjörðum sínum. Er það þannig sem við viljum byggja upp samfélag okkar til framtíðar? Ég held að það verði ekki til góðs, sé til framtíðar litið.

Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Um það snýst málið. Leiki vafi á sekt manna er það dómstólanna að skera úr um þá sekt.  Það er ekki hlutverk Alþingis að dæma , en það er þeirra að vísa því til dómstólanna telji menn vafa til staðar. Þann vafa telur bæði rannsóknarnefndin og nú þingmannanefndin vera til staðar. Það er í Landsdómi sem vörnin og sóknin eiga að eiga sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað verður að gera upp þessi mál. Við sem urðu fyrir miklu tjóni eiga rétt á því að heimta réttlæti. Og ráðherrarnir 4 eiga rétt á því að mál þeirra fari fyrir dóm. Bara þannig geta þeir hreinsað sitt mannorð.

Úrsúla Jünemann, 27.9.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef ég keyri á 150 eftir Miklubrautinni er ég þá sem sagt ekki sekur um lögbrot fyrr en löggan nær að nappa mig og búa til mál gegn mér ? Get ég framið hvers konar lögbrot saklaus með góðri samvisku á meðan löggæslan getur ekki sannað neitt á mig ?

Baldur Fjölnisson, 27.9.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.