Trúarsetningar nýfrjálshyggjunnar.

 

„Umræða um þjóðnýtingu  orkufyrirtækja kemur í veg fyrir erlendar fjárfestingar". „Erlendir fjárfestar leita trygginga sökum pólitísks óstöðugleika",  virðast vera trúarsetningar sem forstjóra HS Orku er mikið í mun að festist í vitund okkar íslendinga þessa dagana. Hann líkir ástandinu við svonefnd þriðja heims ríki, sem menn eru þó almennt sammála um að hafi ekki komið neitt sérlega vel út úr samskiptum sínum við erlenda fjárfesta eða  fyrrum nýlenduherra sína. Kannski  leiða ummæli forstjóra HS Orku einmitt augun að því á hvaða leið við gætum verið, veljum við þá leið að láta undan bókstafstrúarmönnum nýfrjálshyggjunnar.

Fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum er ljóst að tilkoma álvers í Helguvík myndi hafa gríðarlega áhrif. Atvinnuleysi  á svæðinu yrði sennilega því sem næst útrýmt. En það er jafnljóst af þessari fréttaskýringu mbl. að möguleikarnir virðast ekki miklir miðað við ummæli þeirra forráðmanna verkefnisins. Forsendur upphaflega raforkusamnigsins eru brostnar. Kröfur til nýtingar þess jarðhita sem til þarf hífa kostnaðinn upp, og þann kostnað virðist kaupandi orkunnar ekki tilbúinn til að borga á þessari stundu að minnsta kosti. Verðið virðist of hátt til þess að nægileg arðsemi verði af rekstri slíks álvers.

Norðurál  hafa áður sagst tilbúnir til fjárfestinga um leið og semst um orkuverð og afhendingu, en setja ekki fyrirvara um pólitískan óstöðugleika þar að lútandi. Þeir segjast hafa fjármagnað framkvæmdina að því er virðist í hrópandi mótsögn við staðhæfingu forstjóra HS Orku um að sú fjármögnun hafi þurft tryggingu um pólitískan stöðugleika. Engar kröfur hafi verið gerðar um að sú raforka sem nýta ætti þyrftu að koma fra einkafyrirtæki, enda ljóst að eigi álver að verða að veruleika þyrfti  hluti orkunnar að koma frá Landsvirkjun, eða OR.  Sem sannanlega eru í eigu opinberra aðila og hafa aldrei verið þjóðnýttt. Það skiptir því ekki máli hver á.

Ummæli  og athafnir forsvarsmanna fyrirtækjanna tveggja virðast því stangast á. Norðurál hefur fjármagnað framkvæmd sína, sem forstjóri  HS Orku  segir ekki hægt í núverandi stöðu. Engum vitanlega hafi fjármögnunarsamningur Norðuáls verið kallaður til baka, eða felldur úr gildi sökum pólitísks óstöðugleika . Einhvern veginn virkar þetta ekki sannfærandi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.