Neikvæð mál og jákvæð umræða

Það er skrýtið hvernig maður lendir stundum í skrýtnum stöðum án þess að hafa ætlað sér það. Þetta  kom fyrir mig um daginn þegar ég bloggaði í sakleysi mínu í bloggið mitt um Samkeppnisstofnun og álit hennar í sambandi við HS.  Ég sem byrjandi í bloggi taldi mig vera á hálfgerðu eintali við sjálfan mig í minum eigin bloggheimi, enda ekki búinn að láta neinn vita að ég væri yfirleitt að blogga.  Daginn eftir birtist í mbl. lítil grein um þetta blogg og var dregin fram setning sem snéri að bæjarstjóranum okkar hér í Reykjanesbæ.  Um þetta vissi ég náttúrulega ekki þegar ég fór til vinnu þann morgun,enda maður morgunsvæfur svo horfir til vandræða á minu heimili, og næ sjaldnast að renna í gegnum blöðin af einhverju viti áður en ég fer.  Þar voru hinsvegar nokkrir sem höfðu vaknað árla morguns og ég held í þeim eina tilgangi til þess að vera búnir að lesa blöðin áður en þeir færu til vinnu.  Sumir voru náttúrulega hreint ekki hressir með mig, en þó voru þeir fleiri sem voru bara nokkuð kátir eftir að hafa lesið bloggið í heild sinni. Hélt ég þá að kveldi að máli þessu væri lokið og taldi mig hafa lært nokkuð af þessu t.d að þegar maður skrifar eitthvað í þessum dúr á maður bara að ýta á  vista sem uppkast og skoða,  en ekki vista og birta kjósi maður friðsæld og ró.

Málinu var bara alls ekki lokið, og síðan hefur allskonar fólk haft við mig samband og hvatt mig til að blogga um allskonar málefni, og snúa þau flest að bæjarmálum hér í Reykjanesbæ.  Það finnst mér góð hugmynd. Menn hafa verið að nefna mál eins og Álverið í Helguvík, tengsl Glitnis og RNB. þurfum við virkilega tónlistarskóla fyrir 1.5 milljarða?  Eigum við að draga okkur út úr Fasteign? og fleiri mál í þessum dúr.  Allt alveg stórpólitísk mál og telst ég nú seint sérlega pólitískur þó auðvitað hafi ég skoðanir.

Ég spjallaði nátturulega við vin minn sem hingað til hefur ráðlagt mér heilt þegar ég hef þurft á að halda, sem er oft.  Hann sagði að það borgaði sig ekki fyrir mig að vera að fjalla um svona neikvæð mál í bloggi, ég yrði bara álitinn svona neikvæður tuðari sem sæi aldrei ljósið.  Mér fannst ég hálfleiðinlegur þegar hann sagði þetta svona.

Nú hef ég verið að hugsa málið í nokkra daga og er enn ekki farinn að skilja þetta sjónarmið vinarins hvað það varðar, að einhver mál geti verið neikvæð eða jákvæð.  Annað hvort eru mál þess eðlis að vert er að ræða þau og sú umræða leiði til einhvers, eða þau eru ekki þess virði. Öll umræða um mál sem  eru gild til umræðu hljóta um leið að vera jákvæð umræða þvi eingöngu í umræðunni koma fram þau rök sem nauðsynleg eru og að málið geti talist þroskað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Það er í hæsta máta óeðlilegt að ætla að má þau sem þú nefnir séu endilega af hinu neiðkvæða. Þau eru eins og þú bendir á þess eðlis að menn eiga að hafa á þeim skoðun og er það ekki endilega neikvætt enda ætla ég það að þú hafir bæði jákvæðar skoðanir og neikvæðar eftir því hvaða málefni eru í brennidepli hveru sinni. T.d. tónlistarskóli, í mínum huga er það af hinu jákvæða að byggja hann og er það í sjálfu sér alltaf spurning hvað á hluturinn að kosta en er ekki best að gera vel þegar af stað er farið heldur að gera þetta í áföngum og enda svo með þetta eins og skrattan úr sauðalæknum.  Fasteign, er það endilega neikvætt að fara þá leið sem farinn var, ekki held ég það því nú höfum við séð að fasteignum bæjarins er haldið við og það ekki háð duttlungum pólitískra manna hvað skal verja í viðhald og hvað í fyrirgreiðslupólitík. Læt þetta nægja í athugasemdadálkinn að sinni en í guðsbænum haltu áfram að hafa skoðanir og leifa okkur að njóta með þér.

Jóhann S Kristbergsson, 5.3.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jóhann

Auðvitað er tónlistarskóli í mínum huga líka af því góða,og þar finnst mér að eigi að byggja af metnaði. en fyrr má nú fyrrvera 1.4 milljarðar finnst már í hærri kantinum.Við erum að tala um tónlistarskóla þar sem hver fermter verður á ca 400000 kr. Og húsaleigan ca 9,590,000 á mánuði eða 115 milljónir á ári og miðað viðað íbúafjöldinn verði kominn í 15000 íbúa þegar hann er tilbúinn þá er kostnaður á hvern íbúa leikskólabörn meðtalinn um það bil 7672 krónur og þá á eftir að borga leigu af öllu hinu og mat og bleiur.Þær 7000 krónur sem aumingja börnin fengu til að stunda áhugamálin eru farinn í leiguna. Þetta með Fasteign er náttúrulega heilt mál út af fyrir sig. Það er alveg rétt hjá þér að það er margt jákvætt við þessa leið en ég held að menn verði að nota hana í hófi. Það er ljóst að það er enginn hagur í því fyrir fasteign að byggja ódýrt þar sem þessar byggingar eru ekki boðnar út,heldur er þeim afhent verkefnið og finna sjálfir út úr kostnaðinum. Reykjanesbær sér um viðhald innandyra sem er stærsti hluti viðhalds fasteignar á líftíma þess.

Hannes Friðriksson , 6.3.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband