Miðvikudagur, 12. mars 2008
Nú er málið í höndum Norðuráls
Sveitarfélögin Garður og Reykjanesbær hafa að undanförnu sætt gagnrýni ýmissa fyrir áætlanir sínar um uppbyggingu álvers í Helguvík. Ekki hefur borið á neinni gagnrýni hvað varðar uppbyggingu álvers að Bakka. Hingað til hefur það talist skylda hverrar sveitarstjórnar hvar sem er á landinu að greiða fyrir uppbyggingu atvinnulífs á hverju svæði. það hafa bæði bæjarstjórnir Garðs og Reykjanesbæjar gert, og gefið út framkvæmdarleyfi fyrir fyrirhuguðu álveri. Það er þeirra hlutverk.
Menn hafa talað um og gagnrýnt að ekki sé búið að tryggja orku til fyrirhugaðs álvers, þrátt fyrir að langt sé síðan að undirskrifuð hafi verið viljayfirlýsing þar um á milli Norðuráls annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hinsvegar.
Eftir því sem fram hefur komið bæði í viðtölum við forsvarsmenn sveitarfélaganna og forustumenn Landnets sem fer með línulagninar er það mál í eðlilegum farvegi og ekki ástæða til að ætla að flutningur orkunnar eigi að hafa neikvæð áhrif hvað þessa framkvæmd varðar.
Skipulagsyfirvöld hafa lagt blessun sína yfir hvað varðar þann hlut er að þeim snýr.
Að þessum skilyrðum öllum uppfylltum er skv. landslögum öllum þeim kröfum er snúa að sveitarfélögunum uppfyllt, og því ekki nein ástæða fyrir þau til annars en að gefa út það framkvæmdaleyfi sem gefið var út í dag.
Nú er framhaldið að mestu leyti í höndum byggingaraðilans Norðurál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.