Við lútum greinilega ekki sömu lögmálum.

Það er fróðlegt að fylgjast með hvernig fjármálalífið tekur kipp úti í heimi,við það að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveður að lækka stýrivextina í framhaldi af þeirri dýfu sem verið hefur á fjármálamörkuðum á sama tíma og Davíð Oddson telur að slíkt komi ekki til greina hér á Íslandi. Okkar efnahagsstjórn lýtur greinilega einhverjum allt öðrum lögmálum en restin af hinum vestræna heimi.


mbl.is Hlutabréf hækkuðu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála ..hef verið að fylgjast með öðrum "hávaxtamyntum" og þær eru að falla í takt við dollarinn,,,,en ekki við . Fall´islenskukrónunar bendir einungis til að hún sé gjörsamlega ónýt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: proletariat

Það er einn stór munur á milli okkar og annarra "hávaxtamynturum".  Það er verðtrygging lána almúgans.

Þessi verðtrygging tekur tennurnar úr þeim hagstjórnar tækjum sem stjórnvöld hafa.

Verðtryggingin gerir líka margar af þeim hagstjórnar kenningum sem notaðar eru að ónothæfum kenningum fyrir íslenskt þjóðfélag. 

Þar af leiðir að við lútum ekki sömu lögmálum og hinir.

proletariat, 18.3.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allir Íslendingar eiga að sitja heima þanngað til launin eru verðtryggð líka!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.