Hvar varst þú að drullumalla manni?

Ég veit fátt skemmtilegra heldur en að dunda mér með barnabörnunum, og get verið alveg öruggur um að í hvert skipti sem ég geri það, þá fæ ég að heyra eitthvað gullkorn sem er umhugsunarvert. Þeirra sýn á lifið er alveg hrein og bein og ekki er gefinn neinn kostur á undanbrögðum þegar þau eiga í hlut. Nýlega fór fór ég á bílaþvottastöð að skola af bílnum,enda var það orðið löngu tímabært að þvo bíllin og hann var allt annað en mér til sóma.  Með mér var lítið stýri, 4 ára stelpa sem hikar ekki við að spyrja spurninga telji hún sig þurfa svör við spurningum sínum.

Á bílaþvotta planinu var líka annar bíll.  Pikup með mikilli kerru og á kerrunni var fjórhjól eins og nú eru orðin algeng leiktæki.  Allt var þetta atað í drullu og greinilegt var að sá sem stjórnaði útgerðinni var ekki óánægður með það.  Það leit út fyrir að hann hefði skemmt sér vel þennan daginn. Litlu stýrunni fannst þetta nú samt vera frekar mikið drullumall á bílnum, svo hún rölti til mannsins með Barbie dúkkuna sína og spurði manninn Hvar varst þú að drullumalla manni?  Það var fátt um svör.

Mér datt þessi litla saga í hug í gærkvöldi þegar til mín komu gestir og menn tóku að ræða ýmis mál.  Þau höfðu notað það sem af var liðið páskum vel og ferðast svolítið um sitt nánast nágrenni og meðal annars tekið sér góðan göngutúr í nágrenni Grindavíkur.  Þau höfðu fengið gott veður og allt átti í raun að vera eins og best verður á kosið.  En en það var það bara ekki.  Þau sögðu nú þegar snója er tekið að leysa og frost er að fara úr jörðu þá virðist það vera svo að  fjórhjól séu uppi um allar koppaggrundir, emjandi og spólandi upp viðkvæmum gróðri.

Þetta er náttúrulega eitt af þeim málum sem koma til með brenna á okkur í æ ríkara mæli á næstu árum með aukinni tilkomu þessara fjórhjóla, og gallinn er að margir þeirra sem slík tæki hafa eignast bera fyrst og fremst virðingu fyrir þeim hestöflum sem þeir hafa eignast en minni virðingu fyrir náttúrunni.  Þeir virðast telja það allt í fína lagi að hossast á þessu út um allt og tæta upp og eyðileggja bara að þeir skemmti sér vel. Svona getur þetta náttúrulega ekki gengið.

Út um allt land vinna fjöldi sjálfboðaliðasamtaka að allskonar uppgræðsluverkefnum sem nú eru í hættu fyrir þessum farartækjum. Fólk hefur keypt þetta eflaust í góðri trú um að það sé allt í lagi að ferðast á þessu um mosagróin svæði sökum þess að hjólin séu svo létt. En gleyma þeim krafti sem þessi tæki búa yfir og að hann spólar upp sverðinum. Þessi tæki hafa ekkert að gera á viðkvæmum svæðum  nema þá helst sem björgunatæki í undantekningartilfellum.  Þessum tækjum þarf að finna stað, svipað og torffærumótorhjólum og torffærujeppum því þar geta menn fengið útrás fyrir þessa hneigð sína að drullumalla fram á fullorðinsár, en látum viðkvæma náttúruna í friði.

Í raun þá er kominn tími til að við tökum okkur sjálf svolítið í gegn og hugsum um hvernig við umgöngumst náttúru okkar í dag.  Við sem sem ferðumst um landið erum í raun lítið betri en drullumallararnir sem spóla það upp. Við skiljum eftir hauga af rusli og teljum það ekki lengur á okkar ábyrgð að koma því til byggða. Við vegakannta má sjá heilu hugana af smárusli sem hent er út um bílglugga og ég veit ekki hvort þeir hinir sömu og slikt gera haldi að bílinn  fyrir aftan þá muni stoppa og þrífa þetta upp.

Það held ég væri gott viðfangsefni einhverra fjársterkra aðila að hleypa  nú á ný verkefni af stað eins og var fyrir einhverjum árum sem hét Hreint land,fagurt land. Verkefni sem vekur okkur til umhugsunar um hvernig við umgöngumst landið.  Það held ég að væri gott verkefni.

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...já það sést sko alveg hverjir eru að drullumalla....hahaha....

ThelmaBjörk (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:31

2 identicon

Það er ekki spurning að þetta mál brennur á mörgum í dag og verð ég að hrósa Hannesi fyrir að vekja athygli á þessu.

Hver hefur ekki séð þessi tryllitæki spóla og spæna um allt , ég hvet alla sem aka um á þessum tækjum að taka tillit til náttúrunnar og aka ekki utan slóða þegar jarðvegurinn er eins viðkvæmur og nú er. Ég hvet þá sem eru sama sinnis að láta heyra í sér.

Umhverfissinni (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:13

3 identicon

Þetta eru umhverfissóðar sem halda að þeir þekkist ekki þegar þeir hafa sett upp hjálminn.

Hreint land fagurt land er klárlega slagorð sem hefur því miður dalað á tímum uppgangs verðbréfaguttana og hvet ég fólk til að taka sér þetta orðatiltæki aftur til munns og halda því hátt á lofti.

Göngugarpur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:58

4 identicon

Þetta er allt innilega satt hjá þér, Hannes!  Það er ósómi af þessu afbrigðilega sporti sem það er að djöflast um á fjórhjóli um náttúruna sem fólk hleður aftan í reðurtáknin sín, ofurpallbílana.

Ég spyr bara:  Hvar eru umhverfisverndarsinnar í þessu máli ???? Nóg er til af allskonar umhverfis- og landverndarsinnum, en það heyrist ekki múkk í þeim !  Það er eins og þetta umhverfisverndarfólk haldi að uppbygginga atvinnustarfsemi úti á landi sé það eina sem spilli umhverfinu.

Svavar Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.