Ómar R Valdimarsson og illgresið.

Ómar R Valdimarsson fjölmiðlafulltrúi situr hátt í sæti sínu í bloggi sínu í gær og sendir grasrótar og þrýstihópum tóninn í bloggi sínu í gær og kallar þessa hópa illgresi sem vaxi út um allt land. það er greinilegt af skrifum hans að einn þrýstihópur eða grasrótarsamtök eru ekki sammála skoðunum hans. En það getur þó ekki gert viðkomandi einstaklinga sem standa að baki að illgresi. þar finnst mér hátt slegið.

Einn af meginkostum lýðræðisins er sá að allir eru jafnréttháir til þess að hafa skoðanir á málum og berjast fyrir þeim með löglegum ráðum. Það er að ég held ekki svo með slík grasrótarsamtök sem Ómar velur að gera að umtalsefni,að þau verði til vegna þess að einn maður skipi vinum og kunningjum að mæta á fundi til að kjósa.  Heldur er venjulega um eitthvað málefni að ræða sem ekki hefur fengið þá umfjöllun sem aðilar telja það þurfa að fá, eða að menn hafi aðrar hugmyndir sem þeir vilja kynna.

Öll umræða um slík mál ætti því aðeins að vera af hinu góða og auðvelda mönnum að mynda sér skoðun á viðkomandi máli. Slíka umræðu á ekki að drepa. Ég held að jafn reynslumikill maður og Ómar í samskiptatækni ætti frekar að fagna umræðunni, en að tala svo niðrandi sem hann gerir um þá sem ekki eru sömu skoðunar og hann. Það hefur nefnilega verið hverju manni ljóst sem stunda garðrækt þar sem eitthvað á að blómstra, að vel þarf að vanda sig til að ekki spretti illgresi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef nú reynt að setja komment hjá þessum Ómari en því var hent út. Svo ég les ekki slíka bloggara. 

Ég skil annars ekki hvað verið er að fárast á móti grasrótarsamtökum, þau eru alger hornsteinn lýðræðis og þess að fólk fái að tjá sig. Það geta jú ómögulega allir verið á sama máli og hugsað eins. Án lókal samtaka væri höfðuborgin búin að missa ýmislegt sögulegt, t.d. Bernhoftstorfuna. Það hefðu mátt vera grasrótarsamtök fyrir verndun Fjalarkattarins á sínum tíma. Nú í dag er verið að valta stórkallalegum byggingum í fíngert mynstur miðbæjar Reykjavíkur. Lifandi staðir settir undir lás og slá af misgóðum fjárfestum. Vonandi verður það lagað sem fyrst, með réttum aðgerðum enda um sögu og mynjar lands að ræða. 

Ólafur Þórðarson, 25.3.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Ómar!

Vitna hér í færsluna þína: 

"Þú ættir að lesa færsluna aftur, þar sem þú virðist hafa misskilið hana eitthvað örlítið." þetta orðalag er orðið vinsælt að nota þegar maður segir einhverjum að hann sé skilninssljór eða heimskur á fínan og penan hátt.

Ég er forvitinn að lesa skýringarnar þínar á því sem veffari er að segja við þig. Geturðu svarað þessu Ómar?

Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 06:55

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Ómar

Hef lesið færsluna aftur og get nú ekki séð hvað ég er að misskilja, enda kannski í meðallagi bæði skilningsslór og heimskur, en þá er það þitt hlutverk að útskýra fyrir mér hvað það er sem þú telur það vera sem ég er að misskilja

Hannes Friðriksson , 25.3.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæll nafni. Í Jökulsárgöngunni 26. september 2006 gengu 12 til 15 þúsund manns niður á Austuvöll til að mótmæla drekkingu Hjalladals, sem þá stóð fyrir dyrum og eftirlætisfyrirtæki þitt átti þátt í á hálendi Íslands. Þetta samsvarar því, miðað við mannfjölda að 12-15 milljónir manna gengju að þinghúsinu í Washington.

Ef hliðstæður atburður gerðist í Washington myndir þú líklega afgreiða það fólk sem þar væri á ferð "illgresi" í þjóðfélaginu og athæfi þess sem atlögu gegn lýðræðinu. Fróðlegt finnst mér að heyra slíkt viðhorf og íhuga það.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2008 kl. 10:18

5 identicon

Ómar

það er nú gott að þú viðurkennir að þú hafir skotið vel yfir markið. Hitt er svo annað mál sem þú att kannski einhverntíma eftir að gera þér grein fyrir að t.d Framtíðarlandið og fleiri slík samtök hafa orðið til vegna þess að fáir menn hittust í byrjun og stofnuðu samtök, og í ljós kom að fleiri voru á sama máli. Þarna virkaði það að fólkið gæti tjáð sig og hornsteinn lýðræðisins virkaði, og úr varð stór og fallegur garður laus við allt illgresi. Ekkert af þeim grasrótarsamtökum sem ég hef haft spurnir af hafa getað gert þetta sem þú talar um  að þvinga fram vilja örfárra einstaklinga án þess að fjöldinn hafi verið spurður, en mörg hafa þó náð að koma skoðun sinni á framfæri, þannig að á hafi verið hlustað.

Hannes Friðriksson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband