Ólíkt saman að jafna.

Var bent á í dag að kíkjá á heimasíðu Grindavíkurbæjar og sjá þar hvernig ársuppgjör sveitarfélags á að líta út. Auðvitað ber að taka í reikninginn að þeir seldu hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja og njóta nú góðs af því. Líti maður hinsvegar á reikninginn er kannski meginmunurinn sá að rekstur bæjarins er að skila hagnaði burtséð frá sölu hlutabréfanna. Hvort það byggist á því að bæjarfélagið á sínar húseignir sjálfir og eru ekki að borga þriðja aðila fyrir umsýsluna skal ósagt látið, eftirláta lesandanum að velta því fyrir sér. Hér er allavega greinilega ekki verið að beita neinum bókhaldstrikkum til að láta stöðuna  alíta betur út heldur en hún er. Einhverra hluta vegna á maður von á að þau áruppgjör sem eiga eftir að líta dagsins ljós frá þeim sveitarfélögum sem valið hafa að eiga sínar eignir sjálfar og sjá um rekstur þeirra og uppbyggingu komi til með að sýna sömu svipaða niðurstöðu. Það væri óskandi að bæjarfulltrúar okkar hér í Reykjanesbæ legðust nú yfir reikninga þeirra sem sýnt hafa jákvæða eiginfjárstöðu um síðustu áramót, og sjá hvort þar sé ekki eitthvað hægt að læra af reynslunni. Þvi það eru enginn önnur lögmál hvað varðar rekstur okkar bæjarfélags, heldur en annarra, nema hvað við veljum að leigja í staðinn fyrir að eiga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband