Föstudagur, 16. maí 2008
Er ekki bara best að leyfa þjóðinni að ráða ?
Skil ekki af hverju má ekki bara kjósa um það hvort sækja eigi um aðild. Hverjir aðrir en þjóðin öll ættu að ákveða hvort sótt sé um aðild ? Það þýðir ekki að stjórnmálaflokkar, sem eru á móti aðild geti haldið svona máli í gíslingu á þeim forsendum að umræða hafi ekki farið fram. Hún er búinn að vera á fullri ferð undanfarinn 3. ár en sumir hafa bara ekki viljað hlusta.
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eigum við semsagt bara að láta þjóðina ákveða örlög sín sjálf án þess að vera búin að taka hana í kúrs í þjóðarhagfræði? Gerirðu þér grein fyrir hversu stór prósenta landssins hefur ekki hugmynd um hvað aðild getur kostað landið? Hversu margir myndu kjósa með aðild, af því evran er meira kúl gjaldmiðill en krónan? Eða á álíka vitlausum forsendum?
Mér finnst bara segja sig sjálft að maður hendir ekki sauðunum fyrir úlfinn nema vera búin að kenna þeim sjálfsvörn fyrst.
Ekki heyrt aðra eins vitleysu lengi! Jú látum bara þjóðina sjá um að steypa sjálfri sér í glötun. Hún getur þá sjálfri sér um kennt fyrir að hafa ekki hugsað málið til enda. Ekki skulum við láta fólk sem virkilega er inni í þessum málum beita sér í sérfræði sinni.
Kommúnismarugl!
Elsa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:01
Já Elsa það er nú reyndar rétt skilið að ég tel eðlilegt að þjóðin ákveði örlög sín sjálf. Það hefur hún gert hingað til, m.a með því að ganga til kosninga og kjósa sér stjórn á hverjum tíma. þær stjórnir hafa hingað til lýst hver vilji meirihlutans er hverju sinni. Auðvitað ætti það að vera sjálfsagður hlutur að kjósa um það fyrst hvort yfirleitt sé vilji fyrri slíkum aðildarumræðum, og eins og við aðrar kosningar treysta því að fólk viti um það hvað verið er að kjósa. Vilji til aðildarviðræðna er alls ekki sami hlutur og samþykkt sé að ganga í Evópusambandið. Sú ákvörðun er tekinn eftir að séð verður hvað kemur út úr slíkum viðræðum.
Nú lít ég alls ekki svo á, að íslenska þjóðin séu einhverjir sauðir, sem kunni ekki að verja sig, svo þann part af athugasemd þinni verður þú að hafa sem þína eigin skoðun, sem ég held að fáir deili með þér.
Hvað varðar lokaniðurstöðuna að hér sé um eitthvað "Kommúnismarugl" að ræða vil ég benda þér á að afstaða manna til aðildarviðræðna fer þvert yfir flokka, og t.d er talsvert stór hópur sjálfstæðismanna ( sem hingað til hafa ekki verið taldir kommúnistar) fylgjandi aðildarviðræðum.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson
Hannes Friðriksson , 16.5.2008 kl. 10:23
Án þess að vera með eða á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingu á stjórnarskránni (sem verið er að ræða um), hvernig væri þá að koma með þau rök sem getur fært sem snúa á móti aðild að ESB í stað þess að líta jafn vitlaus og sá sem talar með aðild án þess að koma með rök eða nokkuð sem bendir til þekkingu þess á afleiðngum aðildar að sambandinu.
Þú lætur sem þú vitir nákvæmlega hvað þú talar um, er þá ekki spurning um að fræða fólk aðeins, koma með dæmi og rökstyðja það sem þú setur hér fram, annars lítur þetta bara út sem blaður út í bláinn frá manneskju sem lætur sem hún viti hvað hún talar um.
ViceRoy, 16.5.2008 kl. 10:50
Blessaður Sæþór
Nú ætla ég mér alls ekki að fara að tala fyrir aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu, þar sem ekki hafa farið fram neinar viðræður við ESB um inngöngu, og því ekki vitað hverjir skilmálarnir eru. Þegar ljóst er hverjir þeir eru þá er fyrst tímabært að taka afstöðu. Það er mér líka ljóst miðað við það efnahagsástand sem við búum við í dag, fengjum við ekki inngöngu, þar þarf margt að bæta til þess að það yrði mögulegt. Hins vegar er ég alveg til í að tala um hversvegna ég er fylgjandi því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegar aðildarviðræður.
Nú hafa í nokkur ár farið fram umræður um hugsanlega aðild, og rök verið bæði með og á móti. Menn hafa gefið sér forsendur á báða bóga ýmist með eða á móti. Af þessum rökum hefur umræðan stjórnast og ég tel að tímabært sé umræðunnar vegna að fá einhverja fasta punkta til þess að hægt sé að mynda sér skoðun á málinu. Þeir föstu punktar fást ekki nema með aðildarviðræðum, sem svo seinna þyrfti svo að kjósa um hvort séu okkur í hag eða ekki. Flóknara er það nú ekki frá mínum bæjardyrum séð.
Kv Hannes
Hannes Friðriksson , 16.5.2008 kl. 11:10
Úps, afsakaðu Hannes, ég gleymdi að skrifa hvaða manneskju ég var að skjóta á Þessum orðum beindi ég að Elsu, en ekki til þín :D hún var með svaka yfirlýsingar. Vona ég hafi ekki pirrað þig með færslu minni? :D
ViceRoy, 16.5.2008 kl. 14:05
Nei Sæþór
Þetta var bara gott hjá þér, þar með gat ég útskýrt betur hvað ég er að meina þegar ég tala á þennan hátt.
Kveðja Hannes
Hannes Friðriksson , 16.5.2008 kl. 14:34
Ég er allfarið á móti því að fólk fái að gera eitthvað sem verður til þess að við töpum fullveldinu.
Það er að segja ef þetta fólk hefur ekki kynt sér allmennilega um hvað ees aðild þýðir í raun og veru.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 16.5.2008 kl. 16:50
Blessaður Ólafur Björn
Ég skil vel áhyggjur þínar hvað fullveldið varðar, en tel þó ekki að við þurfum að tapa fullveldinu ef til slíkrar inngöngu kæmi. Frekar en aðrar þjóðir sem nú eru þar fyrir. Kannski má segja að sú fullveldisumræða sem á sér stað hjá okkur byggist á því hve stutt er í raun síðan við fengum það og í okkar huga eigum við að að ráða í öllum málum sem viðkoma okkur. En er það þannig í raun, verðum við ekki á hverju ári að samþykkja fjölda tilskipana sem koma frá Efnahagsbandalaginu, án þess að við höfum haft nokkra aðkomu að þeim málum. Það verðum við að gera vegna annara samninga sem við höfum þegar gert til þess að hafa aðkomu að mörkuðum Evrópubandalagsins.
Kveðja Hannes
Hannes Friðriksson , 16.5.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.