Óvænt innlegg í umræðuna.

Ég fékk í kvöld sent óvænt innlegg í tölvupósti í umræðuna um blogg mitt frá í dag þar sem ég ræði afgreiðslu á Ársreikningum Reykjanesbæjar og vík létt að forsíðufrétt 24 Stunda frá í morgun. Ekki ætla ég mér þá dul að svara tölvupósti þessum að svo stöddu, þarf aðeins að hugsa viðbrögð mín.

Póstur þessi er stílaður á mig en einnig sendur til fjölmargra aðila sem bæjarstjórinn telur nauðsynlegt að halda upplýstum, og er ekki skilgreindur frá honum sem neinn sérstakur trúnaðarpóstur. Þar sem póstur þessi er skrifaður í svo skætingslegum tón, og langt frá því að geta talist málefnalegur vil ég ekki sitja með hann einn frekar en Árni Sigfússon og áframsendi hann því hér inn á bloggið mitt.

                                                       Með bestu kveðju

                                                       Hannes Friðriksson

 

Recent Message
 
From:arni.sigfusson@reykjanesbaer.is
Subject:kveðja
Date:Thu, 22 May 2008 20:16:16 +0000
To:Hannes Friðriksson <hannes@vss.is>
Cc:bodvar.jonsson@fjr.stjr.is, steini@kef.is, BjorkG@althingi.is, hjortur.zakariasson@reykjanesbaer.is, Gardar@Geysir.is, sigridur.johannesdottir@reykjanesbaer.is

Sæll Hannes,
Ég var að ljúka íbúafundum þar sem á 5. hundrað manns mættu til að heyra af verkefnum og spyrja um það sem þá langaði til. Margar ábendingar komu sem nú  verður unnið úr. Þú þarft auðvitað ekki að sækja þessa fundi - þú veist þetta allt fyrirfram! Þú þarft heldur ekki að spyrja mig með einföldum tölvupósti - því þú veist þetta allt fyrirfram!
Ekki veit ég hvar ég hef stigið á tær þínar - hvað þá höfuð - en það er greinilegt að hegðun þín og skrif gefa til kynna að ég sé valdur að slíku.
Ég myndi  skilja þetta ef um væri að ræða svarna andstæðinga okkar í pólitík en mér skilst að þú segist vera sjálfstæðismaður - svo þannig hef ég talið þig aðhyllast þá stefnu og talað við þig á þeim nótum.
Fullyrðingar þínar um Fasteign nú eru gjörsamlega út í hött og greinilegt að þú hefur engar forsendur til að fullyrða en gerir það samt! - Mér sýnist þú í hópi bloggara sem skrifa fyrst og spyrja svo!  
Ég bý að Kópubraut 34 hér í Innri Njarðvík, GSM sími minn er 8933056 - Ég er með almenna viðtalstíma á miðvikudögum en er reiðubúinn að hitta menn á öðrum tímum eins og kostur er - Ég reyni einnig að svara tölvupósti sem til mín berst með mjög stuttum fyrirvara.
Ég hef ítrekað reynt að veita þér upplýsingar eftir bestu getu en greinilegt að það nær ekki langt.
Ég mun ekki elta ólar við þetta blogg þitt á opinberum vettvangi eða ónáða þig frekar með tilskrifum.
Með kveðju,
Árni
ps. læt hér fylgja nokkra punkta frá Bergi Haukssyni, framkvæmdastjóra Fasteignar, sem hann sendi einmitt til bæjarstjóra þeirra 11 sveitarfélaga sem eru aðilar að Fasteign:

Ónákvæmur fréttaflutningur 24ra stunda

 

Á forsíðu 24ra stunda í dag (22.05.2008) er frétt um Fasteign á forsíðu undir fyrirsöginni: Fasteign er fjárþurfi. Fyrirsögnin er ekki lýsandi fyrir efni fréttarinnar en ætla má af fyrirsögninni að fréttin fjalli um fjármögnun og rekstur Fasteignar en svo er einungis að litlu leyti og þá farið rangt með.  Eini þáttur fréttarinnar sem fjallar um fjármögnun Fasteignar er á þá lund að Sandgerðisbær sé að lána fé til Fasteignar en þetta er byggt á misskilningi að því er telja verður.    

Á vegum Fasteignar eru í gangi framkvæmdir sem eru samanlagt vel á annan tug miljarða króna og Fasteign er ekki í fjárþörf vegna þessara verkefna.  Telja verður að mjög fáir aðrir aðilar séu með svo miklar  framkvæmdir í gangi.  Að sjálfsögðu er það svo að Fasteign er ekki eyland og sú lausafjárkreppa sem hefur verið við lýði síðan í ágúst 2007 og haft áhrif á m.a. möguleika íslenska ríkisins til að taka lán mun einnig hafa áhrif á Fasteign ef ekki úr rætist.

Til þess að taka af öll tvímæli þá er Fasteign ekki í fjárþörf og er rekstrarstaða félagsins mjög góð samanber uppgjör ársins 2007 og sama gildir um fyrstu mánuði ársins 2008 sem eru samkvæmt áætlun. Áfram mun félagið leita leiða til þess að ná fram hagkvæmni við undirbúning, viðhald og byggingu fasteigna fyrir eigendur félagsins, þar með talið að leita hagkvæmra lána og bestu kjara.  Félagið mun því taka lán til að fjármagna framkvæmdir hjá þeim aðila sem býður bestu kjörin miðaða við aðstæður á hverjum tíma.   Félagið hefur staðið fyrir mörgum framkvæmdum á síðast liðnum árum og hafa áætlanir um þau verkefni staðist og í ljósi fréttar sem birt var í Viðskiptablaðinu miðvikudaginn 30. apríl 2008, þar sem segir að mikill meirihluti opinberra framkvæmda fari fram úr áætlun (fréttin er byggð á rannsókn Þórðar Víkings Friðgeirssonar aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík ) en sú er ekki raunin hjá Fasteign og því má áætla að Fasteign hafi sparað tugi milljóna ef ekki hundruð fyrir sína eigendur með aðferðafræði sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hannes

Það er greinilegt að fólk tekur málefnalegri gagnrýni afar misjafnlega svo ekki sé meira sagt. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir þín skrif og ábendingar.

Kv.

Eysteinn Jónsson 

Eysteinn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Þakka þér fyrir þetta Eysteinn

Skrýtinn viðbrögð þar sem ég taldi mig nú ekki segja neitt, sem ekki rúmaðist innan heilbrigðrar skynsemi. En sennilega hefur hefur eitthvað gerst, hafi Árni virkilega stigið á höfuðið á mér, sem ég varð þó aldrei var við.

                                                                                         Með bestu kveðju

                                                                                       Hannes Friðriksson

Hannes Friðriksson , 23.5.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Á ýmsu á maður nú von þegar, kemur að umræðum hvað varðar stjórnmál og þeim tengdum.En það verð ég að segja að óneitanlega brá mér mikið þegar ég  fékk tölvupóst þann er ég hef gert að umtalsefni hér á síðunni  í dag

Nú hefur Árna Sigfússyni verið það ljóst, í þó nokkurn tíma að ég væri ekki einn  já manna hans hvað viðkemur ýmsum málum sem ofarlega hafa verið á döfinni . Það er alveg rétt hjá Árna, sem fram kemur í tölvupósti hans að hann hefur gefið sér góðan tíma til að upplýsa mig um afstöðu sína í þessum málum . Þær útskýringar sem hann hefur gefið mér hafa þó ekki breytt neitt skoðunum mínum á þeim málum sem við höfum rætt.

Auðvitað er það alveg rétt hjá Árna að það er nánast óafsakanlegt af minni hálfu að hafa ekki mætt á íbúafund þann er hann talar um í tölvupósti sínum , og bið ég hann afsökuna á því , en ég var því miður upptekinn þetta kvöld af öðrum ástæðum  sem ég tel að ég þufi þó ekki að gera grein fyrir í svari þessu.Vissi þó ekki að mæting manna væri skráð eða fylgst með hvort maður mætti.

Ég ætla alveg að láta hjá líða að fara út í rökræðu við Árna Sigfússon um það hvenær eða hvort hann hafi stigið á tærnar á mér, eða höfuðið , en tel þó þann þátt tölvupóstins lýsa betur  hugarástandi hans, heldur en hugsanlegri hegðun minni . Hegðun manna getur stýrst af svo mörgum þáttum svo sem uppeldi , upplifunum í lífinu og almennu viðhorfi gagnvart samfeðamönnum sínum og skoðunum þeirra.

Hvað varðar þann þátt sem er sennilega er tilefni þessa tölvupósts  Árna og varðar meintar fullyrðingar mínar , vil ég benda Árna Sigfússyni á að ég er eingöngu að velta fyrir mér  blaðagrein frá þvi fyrr um morguninn þar sem fram kemur að Sandgerðisbær hyggist  taka lán, til að endurlána  Fasteign, svo Fasteign geti byggt skóla , sem Sandgerðisbær svo leigir af Fasteign. Ég skildi ekki skynseminna í því.Og skil hana raunar ekki enn þrátt fyrir þennan upplýsandi tölvupóst frá Árna.

Árni Sigfússon segist vera sjálfstæðismaður , það er ég líka, þrátt fyrir að við séum ekki sömu skoðunar í þessum málum.

Ég er t.d þeirrar skoðunar að hingað til hafi það verið einn helsti styrkleiki flokksins að þar geti menn tekið málefnalega umræðu um þá hluti sem efst eru á baugi hverju sinni.

Ég er einn þeirra fjölmörgu sjálfstæðismanna sem aðhyllsast þá skoðun að hornsteinn lýðræðis í landinu sé t. d mál og skoðanafrelsi.

Ég er einn þeirra fjölmörgu sjálfstæðismannna sem tel að heilbrigt og gott samfélag þrífist á góðum og sanngjörnum skoðanaskiptum.

Ég er líka einn af þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem álíta það kost að menn hafi eigin skoðanir , en láti ekki neinn segja sér

hver skoðun manns á að vera.

Hvað varðar niðurlag þessa tölvupósts verð ég segja að í raun kemur hann mér einna mest á óvart.Þar gefur hann mér upp bæði síma og heimilsfang  væntanlega til þess að ég hafi samband við hann og hann geti þá væntanlega útskýrt sína hlið. Það gefur hann í skyn að hann sé tilbúinn til. Nærtækast og raunar auðveldast fyrir okkur báða hefði náttúrulega verið að útskýrði sitt sjónarmið annað hvort með blaða grein eða einfaldlega undir athugasemdum í blogginu. Það hefði eg ekki litið á sem neitt sérstakt ónæði, heldur þvert á móti.

Hannes Friðriksson , 23.5.2008 kl. 14:46

4 identicon

Tek undir með Eysteini.

Þú ert heldur ekki einn um að eiga erfitt með að skilja þetta leikrit í kringum Fasteign.

Og að endingu - til hamingju með að vera ekki einn af Já-urunum. Alltof mikið af þeim í kringum þennan flokk.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:23

5 identicon

Blessuð öll sömul,

þetta er því miður lýsandi dæmi um hvernig stjórnarmaskínan gengur eða hleypur yfir kafla, fólk og rök í þessum bæ okkar. Það er náttúrulega stórhættulegt að vera ekki sammála þessum mönnum því þeir vilja að við trúum á mátt þeirra orða. En ef maður les á milli línanna og í niðurstöður þá verður þessi svokallaði máttur lúffulegur og loftlaus. Haltu áfram að tjá þig hér og annarstaðar!

Lýðræðiskveðja,

Thelma Björk

p.s. hvað varð um málfrelsið? Ég auglýsi hér með eftir því.

Thelma Björk Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband