Fimmtudagur, 22. maí 2008
Óvænt innlegg í umræðuna.
Ég fékk í kvöld sent óvænt innlegg í tölvupósti í umræðuna um blogg mitt frá í dag þar sem ég ræði afgreiðslu á Ársreikningum Reykjanesbæjar og vík létt að forsíðufrétt 24 Stunda frá í morgun. Ekki ætla ég mér þá dul að svara tölvupósti þessum að svo stöddu, þarf aðeins að hugsa viðbrögð mín.
Póstur þessi er stílaður á mig en einnig sendur til fjölmargra aðila sem bæjarstjórinn telur nauðsynlegt að halda upplýstum, og er ekki skilgreindur frá honum sem neinn sérstakur trúnaðarpóstur. Þar sem póstur þessi er skrifaður í svo skætingslegum tón, og langt frá því að geta talist málefnalegur vil ég ekki sitja með hann einn frekar en Árni Sigfússon og áframsendi hann því hér inn á bloggið mitt.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson
Recent Message |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Allt um aðildaviðræður ESB
- Heilsurækt .is Heilsurækt frábær síða
- Guðmundur Gunnarsson
- Össur Skarphéðinsson
- Sonurinn
- Ferðafélagið Útivist
- Heimasíða Reykjanesbæjar
- DR. GUNNI
- Grein í markaðnum
Fréttir úr öðrumblöðum
Bloggvinir
- agustolafur
- bibb
- bjarnihardar
- ea
- eysteinnjonsson
- gudbjorng
- gudmundurmagnusson
- gvald
- hallurmagg
- helgasigrun
- hlf
- huldumenn
- jsk
- lonogdon
- sigurdurkari
- vefritid
- bjornbjarnason
- ursula
- gelin
- skulablogg
- hjorturgud
- sjonsson
- kreppukallinn
- kikka
- krillijoh
- drum
- omarragnarsson
- baldurkr
- ludvikjuliusson
- ak72
- thjodarsalin
- bilstjorinn
- artboy
- gattin
- brekkukotsannall
- graenaloppan
- gp
- jonerr
- vistarband
- olii
- siggisig
- savar
- unnurgkr
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Ræða Karl Steinars
-
Ræða Karl Steinars
Alþingi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Hannes
Það er greinilegt að fólk tekur málefnalegri gagnrýni afar misjafnlega svo ekki sé meira sagt. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir þín skrif og ábendingar.
Kv.
Eysteinn Jónsson
Eysteinn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:58
Þakka þér fyrir þetta Eysteinn
Skrýtinn viðbrögð þar sem ég taldi mig nú ekki segja neitt, sem ekki rúmaðist innan heilbrigðrar skynsemi. En sennilega hefur hefur eitthvað gerst, hafi Árni virkilega stigið á höfuðið á mér, sem ég varð þó aldrei var við.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson
Hannes Friðriksson , 23.5.2008 kl. 11:35
Á ýmsu á maður nú von þegar, kemur að umræðum hvað varðar stjórnmál og þeim tengdum.En það verð ég að segja að óneitanlega brá mér mikið þegar ég fékk tölvupóst þann er ég hef gert að umtalsefni hér á síðunni í dag
Nú hefur Árna Sigfússyni verið það ljóst, í þó nokkurn tíma að ég væri ekki einn já manna hans hvað viðkemur ýmsum málum sem ofarlega hafa verið á döfinni . Það er alveg rétt hjá Árna, sem fram kemur í tölvupósti hans að hann hefur gefið sér góðan tíma til að upplýsa mig um afstöðu sína í þessum málum . Þær útskýringar sem hann hefur gefið mér hafa þó ekki breytt neitt skoðunum mínum á þeim málum sem við höfum rætt.
Auðvitað er það alveg rétt hjá Árna að það er nánast óafsakanlegt af minni hálfu að hafa ekki mætt á íbúafund þann er hann talar um í tölvupósti sínum , og bið ég hann afsökuna á því , en ég var því miður upptekinn þetta kvöld af öðrum ástæðum sem ég tel að ég þufi þó ekki að gera grein fyrir í svari þessu.Vissi þó ekki að mæting manna væri skráð eða fylgst með hvort maður mætti.
Ég ætla alveg að láta hjá líða að fara út í rökræðu við Árna Sigfússon um það hvenær eða hvort hann hafi stigið á tærnar á mér, eða höfuðið , en tel þó þann þátt tölvupóstins lýsa betur hugarástandi hans, heldur en hugsanlegri hegðun minni . Hegðun manna getur stýrst af svo mörgum þáttum svo sem uppeldi , upplifunum í lífinu og almennu viðhorfi gagnvart samfeðamönnum sínum og skoðunum þeirra.
Hvað varðar þann þátt sem er sennilega er tilefni þessa tölvupósts Árna og varðar meintar fullyrðingar mínar , vil ég benda Árna Sigfússyni á að ég er eingöngu að velta fyrir mér blaðagrein frá þvi fyrr um morguninn þar sem fram kemur að Sandgerðisbær hyggist taka lán, til að endurlána Fasteign, svo Fasteign geti byggt skóla , sem Sandgerðisbær svo leigir af Fasteign. Ég skildi ekki skynseminna í því.Og skil hana raunar ekki enn þrátt fyrir þennan upplýsandi tölvupóst frá Árna.
Árni Sigfússon segist vera sjálfstæðismaður , það er ég líka, þrátt fyrir að við séum ekki sömu skoðunar í þessum málum.
Ég er t.d þeirrar skoðunar að hingað til hafi það verið einn helsti styrkleiki flokksins að þar geti menn tekið málefnalega umræðu um þá hluti sem efst eru á baugi hverju sinni.
Ég er einn þeirra fjölmörgu sjálfstæðismanna sem aðhyllsast þá skoðun að hornsteinn lýðræðis í landinu sé t. d mál og skoðanafrelsi.
Ég er einn þeirra fjölmörgu sjálfstæðismannna sem tel að heilbrigt og gott samfélag þrífist á góðum og sanngjörnum skoðanaskiptum.
Ég er líka einn af þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem álíta það kost að menn hafi eigin skoðanir , en láti ekki neinn segja sér
hver skoðun manns á að vera.
Hvað varðar niðurlag þessa tölvupósts verð ég segja að í raun kemur hann mér einna mest á óvart.Þar gefur hann mér upp bæði síma og heimilsfang væntanlega til þess að ég hafi samband við hann og hann geti þá væntanlega útskýrt sína hlið. Það gefur hann í skyn að hann sé tilbúinn til. Nærtækast og raunar auðveldast fyrir okkur báða hefði náttúrulega verið að útskýrði sitt sjónarmið annað hvort með blaða grein eða einfaldlega undir athugasemdum í blogginu. Það hefði eg ekki litið á sem neitt sérstakt ónæði, heldur þvert á móti.
Hannes Friðriksson , 23.5.2008 kl. 14:46
Tek undir með Eysteini.
Þú ert heldur ekki einn um að eiga erfitt með að skilja þetta leikrit í kringum Fasteign.
Og að endingu - til hamingju með að vera ekki einn af Já-urunum. Alltof mikið af þeim í kringum þennan flokk.
Jóhann (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:23
Blessuð öll sömul,
þetta er því miður lýsandi dæmi um hvernig stjórnarmaskínan gengur eða hleypur yfir kafla, fólk og rök í þessum bæ okkar. Það er náttúrulega stórhættulegt að vera ekki sammála þessum mönnum því þeir vilja að við trúum á mátt þeirra orða. En ef maður les á milli línanna og í niðurstöður þá verður þessi svokallaði máttur lúffulegur og loftlaus. Haltu áfram að tjá þig hér og annarstaðar!
Lýðræðiskveðja,
Thelma Björk
p.s. hvað varð um málfrelsið? Ég auglýsi hér með eftir því.
Thelma Björk Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.