Hringleikahúsið.

 

Eins og svo oft áður hefur Össur Skarphéðinsson alveg rétt fyrir sér í bloggi sínu, sem ég er ekki viss um hvort hann skrifaði fyrir eða eftir miðnætti, um að tími væri kominn til að brjóta upp þetta form á eldhúsdagsumræðunum á Alþingi.

Neyða þingmennina   til að taka umræðuna í stað þess að koma með einhverjar heimaskrifaðar ræður, sem  búið er að bera undir fjölda manna til að athuga hvort þær séu pólitískt réttar.

Gallinn í þessu er að það eru bara ekki svo margir sem geta þetta. Það eru helst þeir félagarnir Össur,Guðni, Steingrímur J , ásamt náttúrulega Geir H Haarde, sem væri náttúrulega  bestur ef hann syngi sig í gegnum þetta. Bjarni Harðar, Höskuldur Þórhalls, Guðlaugur Þór , þorgerður Katrín ,  Álfheiður Inga og Lúðvík Bergvins gætu þetta örugglega líka en svo er það líka nánast upp talið.

Fá sem flesta af þingmönnum (gladiatorana)  okkar út í hringinn, og sjá hvernig þeir stæðu sig í viðureigninni við ljónin. Þá fengi hringleikahúsið hugsanlega þá virðingu og áhorf sem það í raun á skilið. Auk þess sem þetta neyddi þingmennina til að vera á með á hreinu fyrir hvað þeir standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér fannst nú mest gaman af Össuri í umræðunum um daginn og fannst hann einmitt sýna gamla takta. Á slíkum stundum er maður svolítið hissa á Samfylkingunni að hafa skipt honum út fyrir Ingibjörgu Sólrún, þótt hún geti auðvitað einnig tekið flugið af og til.

Ég er algjörlega sammála þér um að það eru fáir skemmtilegir ræðumenn á Alþingi í dag og ég veit ekki hvort að þetta er einhver "nostalgía" hjá mér, en mér fannst þetta allt mikið "skemmtilegra" þegar ég var yngri.

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.5.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.