ísbjarnarblús

Á  löngum árafjölda hefur íbúum Suðurnesja tekist  að byggja upp glæsilegt og gott fyrirtæki , sem er Hitaveita Suðurnesja. Um hana hefur ríkt einhugur meðal íbúa svæðisins, og menn viljað veg hennar sem mestan. Líkt ikt og æðarkollan hefur hún veitt okkar það fiður sem til hefur þurft til að veita okkur yl á stormasömum  síðkvöldum  suðurnesjanna. En nú er kominn stór ísbjörn í æðarvarpið, sem hefur ekki getað  unað því að æðakollurnar verði í friði í varpinu  og ungi út þeim eggjum sem verpt var.

Það er gott að sjá að bæjarráð Reykjanesbæjar hefur nú tekið þá afstöðu í morgun að það sé ekki hlutverk sveitarstjórnarmanna að taka þátt í áhættufjárfestingum, heldur eingöngu þá samfélagslegu þætti sem þeir eru kjörnir til að gæta. Þetta gerðu þeir með því að hafna erindi Geysis Green Enegy í morgun um að auka hlutafé bæjarins í því fyrirtæki. Jafnframt sendu þeir út þau skilaboð að þeir myndu standa þann vörð, að tryggja að þeir einkaaðilar sem komnir eru að fyrirtækinu nú yrðu að átta sig á að meirihlutinn væri til framtíðar í opinberri eigu. Það fannst mér gott.

Hvernig í ósköpunum dettur mér nú í hug á jafn sólbjörtum og fögrum degi sem þessum að vekja máls á þessu , og hætta þar með á að raska þessari notalegu sumarstemmningu sem nú umlykur allt.Ljóst er að senn kemur að vatnaskilum hvað varðar framtíð Hitaveitu Suðurnesja. Brátt verður ganga í það að skipta því fyrirtæki upp í anda nýsamþykktra laga orkumálaráðherrans. Og þá skiptir máli fyrir þá sem fara með hlut þeirra opinberu aðila sem eiga þar hlut , að átta sig á hve mikil þau verðmæti  eru .

Á  viðskiptasíðum  dagblaðanna  hafa  undanfarið birst greiningar og umfjallanir um stöðugt aukna sókn  fjárfesta í  þær orkulindir  og orkufyrirtæki sem  vistvæn eru. Út frá þeirri umfjöllun má ljóst vera að þau verðmæti sem sköpuð hafa verið, eiga eingöngu eftir að verða verðmætari í framtíðinni , og afurðin á eingöngu  eftir að hækka í verði.

Nú er ljóst að þegar Hitaveita Suðurnesja var stofnuð á sínum tíma, var megintilgangur hennar að sjá íbúum svæðisins  fyrir rafmagni og hita á sanngjörnu verði. Það er líka jafnljóst að nú þegar til uppskiptingar kemur er líklegt að þeir fjárfestar sem þegar eru komnir inn fái í sinn hluta virkjanirnar og sölukerfið þó ljóst sé lögunum samkvæmt að þeir ná ekki meirihluta í dreifikerfinu og sjálfri auðlindinni.

Í mínum huga þarf það að vera ljóst þegar til þessarar uppskiptingar kemur , að tryggt sé til allrar framtíðar að verð það sem við almennir notendur svæðisins erum að greiða hækki ekki með eða vegna  tilkomu einkaaðila að greininni. Að verð á heitu vatni og rafmagni verði ekki háð spákaupmennsku svipað og olíuverðið er nú.

Ég veit ekki hvort  hægt sé að temja  ísbirni á einhvern hátt , og jafnvel kenna þeim að æðarfuglar eiga sama rétt á lífi og þeir . Efast um það. Ef hins vegar sé ljóst að ísbjörninn sé kominn til að vera, þá verður sú öryggisgirðing sem reist er í kringum hann í æðarvarpinu að vera svo vel  byggð og sterk að hann átti sig á að þar fari hann ekki yfir,og vel vöktuð Hann átti sig á að æðakollurnar og bóndinn eru sennilega betri til að umgangast varpið þannig að allir hafi þar hag af. Líka ísbjörninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta var nú afskaplega kurteislega orðað og getur stuðað nokkurn mann.

Ég held samt að við verðum að átta okkur á að hugsanlega getur orkan hækkað hjá almannaveitum í framtíðinni, þrátt fyrir að spákaupmenn eigi þar ekki hlut að máli. Fyrirsjáanlegt er að orka mun hækka í verði á næstu árum vegna orkuskorts í heiminum, en um takmarkaða auðlind er að ræða eins og allir vita. Það er mjög líklegt að rafmagn verði í meira mæli nýtt til knýja ökutæki í framtíðinni og verður það örugglega til að hækka verðið eitthvað.

Mér finnst samlíkingin með ísbjörninn skemmtileg. Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þú notaðir ísbjörn en ekki hvítabjörn?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband