Hvers vegna er ég ekki hissa

Nýverið fékk ég heldur óskemmtilega kveðju frá bæjarstjóranum mínum, þegar ég vogaði mér að hafa orð á nýstárlegri fjármögnunarleið Fasteignar ehf hvað varðaði byggingu grunnskóla í Sandgerði. Hann sagði mig ekkert það vita  til að geta fullyrt að Fasteign ætti í fjármögnunarörðugleikum. Reyndar alveg rétt hjá honum því um það var ég alls ekki að fjalla.

ÉG spurði spurningar hvar skynsemin lægi í því bæjarfélög tækju lán til að lána framkvæmdaraðilum, svo framkvæmdaraðilinn gæti leigt bæjunum viðkomandi eign. Við því fékk ég ekkert svar, svo ég hafði í raun gleymt þessu máli þar til í morgun að vinur minn austan af fjörðum hringdi í mig og benti mér á  grein í Austurglugganum, sem ég læt hér fylgja með

Í raun er þetta bara staðfesting á því sem ég og fleiri höfum verið að reyna að segja fyrir ansi daufum eyrum, að aðferðarfræði sú sem þeir sem stóðu að stofnun Fasteignar ehf er fyrir löngu komin í þrot hvað varðar sveitarfélögin að minnsta kosti. Gaman væri þó telji menn mig hafa rangt fyrir mer hvað varðar að þeir útskýrðu á hvern hátt þetta er til hagsbóta fyrir sveitarfélögin.

Nú ætla ég ekki að svo stöddu, að fara að rifja upp öll þau rök sem fylgdu þeirri ákvörðun að fara þessa leið, en vil minna á að ein meginrökin voru auðveldur aðgangur Fasteignar ehf að lánsfé á betri kjörum en sveitarfélögunum bjóðast. Það hefur í allan þann tíma sem Fasteign. ehf hefur verið starfandi aldrei verið raunin eftir því sem ég kemst næst.

Það að ætla að fjalla um þessi mál á skynsamlegum nótum, og út frá hagsmunum bæjarfélaganna hefur reynst erfitt til þessa eins og dæmin sanna. Menn virðast velja að lýta á alla umræðu um þetta mál sem annað hvort árás á  Fasteign, eða árás á stefnu þeirra sem valið hafa að fara þessa leið. Í raun snýst málið um hvorugt. Heldur á málið að snúast um hvort ekki sé kominn sá tími að menn setjist niður og endurskoði málið í ljósi þeirrar reynslu sem komin er. Margt hefur komið í ljós sem ekki er í anda þess er að var stefnt í upphafi.

Í mínum huga hafa það margir gallar komið í ljós á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun Fasteignar. ehf að nú sé  tími kominn til að sé tími til komin til að endurskoða hvort menn hafi fengið það út úr þessu félagi sem að var stefnt. Hefur fjármögnun þeirra verkefna sem félagið hefur þegar unnið,verið ódýrari heldur en sveitarfélögin hefðu fjármagnað þau sjálf? Hafa öll verkefni verið boðin út, og þannig verið reynt að halda kostnaði niðri.

Það er engu sveitarfélagi hollt að vaða áfram í framkvæmdum án þess að hafa þar efni á. Nú þegar hafa sum þeirra sveitarfélaga sem í upphafi völdu þessa leið sett sig í slíka skuldastöðu gagnvart Fasteign.ehf að erfitt gæti orðið að losa sig þar úr. Og jafnframt hugsanlegt að frekari stækkun bæjarfélaganna til framtíðar gæti verið hættu sökum þeirrar skuldbindingar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Friðriksson

Var bent á í dag að eitthvað væri undarlegt við viðhengi það sem ég lét fylgja með hér að framan, og slökum léglegrar kunnáttu minnar læt ég slóðina á Austurgluggann fylgja hér með þar til ég hef fundið út úr vandamálinu

                                              Kv Hannes

http://austurglugginn.is/index.php/20080626620/Fljotsdalsherad/Ymislegt/Risaframkvaemd_baejarins_an_utbods

Hannes Friðriksson , 30.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.