Í beinu framhaldi

Fékk senda þessa litlu sögu í beinu framhaldi af blogginu mínu í hádeginu:

 

Hér er einn góður.... svona er Ísland í dag :o)

Nonni: Sæll Jón, Nonni framkvæmdarstjóri hér.

Jón: Sæll Nonni.

Nonni: Heyrðu Jón ég var að hugsa......Málin eru þannig að það er farið að harna á dalnum hjá fyrirtækinu Jón minn.

Jón: Nú ég hélt að það væri bara allt í góðu hér innan dyra.

Nonni: Jú Jú allt í góðu innan dyra ,en það blæs dálítið í kringum bókhaldið Jón minn.

Jón: Er bókhaldarinn ekki að standa sig.

Nonni: Jú Jú Jón minn hann stendur sig vel. Ég var að spá hérna sko, hvenær áttu að fara í sumarfrí Jón minn?

Jón: Þann fyrsta ágúst..... nú af hverju?

Nonni: Er þér ekki sama þó þú takir það launalaust Jón minn?

Jón: Launalaust... af hverju?

Nonni: Þar sem farið er að kreppa að hjá okkur hérna þá verðum við að taka til í fjármálum fyrirtækisins.Og þar sem þið eruð nú bara tvö í heimili þið Gunna Jón minn og eruð nægjusöm í alla staði þá mundi það ekki skipta svo miklu máli þó þú yrðir launalaus eitt sumarfrí.

Jón: Já en við Gunna ætlum að fara til Spánar í fríinu og hlaða batteríin.

Nonni: Hvað væll er þetta Jón minn, áttu ekki orlofið - þið getið notað það ekki satt? Svo er líka alltaf gaman að kíkja inní Heiðmörk. Þú lætur Gunnu bara hita kakó og svona.

Jón: Er öllum boðið uppá þetta, ferð þú líka í launalaust frí Nonni minn?

Nonni: Engin hortugheit við mig.... ég hef ekkert efni á því og þú veist það vel. Mín fjölskylda er aðeins stærri en þín Jón minn og þarf sitt.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvernig er með Nonna -- stjórnar hann bara einni framkvæmd?

m.kv. frá málfræðilöggunni.

Sigurður Hreiðar, 3.7.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Sigurður

Sennilega er verkefnaskortur farinn að gera vart við sig, veit ekki

                                                 Kveðja

                                                Hannes

Hannes Friðriksson , 3.7.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband