Ekki Birni til sóma

 

Það er óhætt að segja að í gærkvöldi var ég hreint ekki viss um hvort heldur ég ætti að skammast mín fyrir að vera íslendingur eða vera reiður yfir því algera skilningsleysi sem virðist ríkja hjá háttvirtum dómsmálaráðherra um hagi fólks, og þá sértaklega flóttafólks. Ég valdi að vera reiður. En kynna mér þó málið áður en ég bloggaði eitthvað um það.

Mér finnst þær skýringar sem dómsmálaráðherran og settur yfirmaður útlendingastofnunar virka eins léttvægt yfirklór, því þeim er báðum vel ljóst að þarna var málinu klúðrað „big time" eins og fjárfestarnir segja.

Það svar dómsmálaráðherrans að þetta eðlilegt og rétt sé að beita Dublinarsamkomulaginu, er einn sá aumasti útursnúningur sem ég hef séð lengi.Þetta snýst ekkert um túlkun á Dublinarsamkomulaginu.Þetta mál snýst um mannúð og skilning á kjörum manns sem er í vandræðum .

Það er heldur ekkert svar eða réttlæting á gerðum sínum sem settur forstjóri útlendingastofnunar er að gefa um að fyrir hafi legið í apríl að Ítalir væru tilbúnir til að taka ámóti manninum skv . ákvæðum Dublinarsamkomulagsins. Og það er alger miskilningur hjá sama manni ef hann telur að það sé einhver mannúð fólgin í því að leyfa manninum að bíða eftir að barn hans fæðist, og færa hann svo í burtu í handjárnum. Nei hér vantar eitthvað upp á skilningin hjá þeim blessaða manni.

Ég held að það liggi í hlutarins eðli að ef maður lendir í vandræðum , þá er það fyrsta hugsun manns að leita ráðs og skjóls hjá einhverjum þeim er maður þekkir. Þessi maður hafði kynnst fjölda Íslendinga í gegnum hjálparstarf ABC í Kenýa , sem allir bera honum söguna vel. Hvað er eðlilegra en að maðurinn leiti þangað þar hann þekkir einhvern. Gallinn var bara sá að hann varð að millilenda á Ítalíu, vegna þess að ekki er neitt beint flug á milli Íslands og Kenýa. Hér hafði hann áður búið og starfað .

Nei ég held að bæði Björn Bjarnason og settur forstöðumaður útlendingastofnunar ættu að hætta að reyna að stauta sig í gegnum Dublinarsamkomulagið og snú sér að lesa islensku lögin sem um þetta fjalla en samkvæmt c, d og e lið fyrstu málsgreinar virðist þar vera heimild sem gefur þessum manni rétt á að vera hér, eða að minnsta kosti er þeim félögum ekki stætt á að senda hann til annars lands þar sem sérstök tengsl hans við landið verða ekki véfengd.

 

Nei  Björn Bjarnason þessi afgreiðsla var þér hreint ekki til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Þessi aðgerð var Birni til mikls meira sóma.  Aðgerðin sýndi svo ekki var um villst að það var tekið á málinu af hvassleik og festu og öðrum til eftirbreytni.  Svona eiga sýslumenn að starfa.

365, 4.7.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Sumir hefðu nú skrifað nafnið sitt undir, frekar en að skrifa digurbarkalega undir dulnefni. Það dæmir sig sjálft.

Hannes Friðriksson , 4.7.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.