Aukinn arður í vændum hjá Reykjanesbæ.

Garðyrkja hefur verið mér ákaflega hugleikin nú í sumar, og raunar hef ég fundið út að fátt  hefur gefið mér betri sýn á lifið en einmitt garðyrkjan. Þannig er ég nú hættur að reyna að horfa á grasið vaxa, heldur veit ég að fái það góða vökvun og áburð verður allt í lagi með það. Og veit núna líka að reyti ég ekki illgresið, mun það ná yfirhöndinni ef ekkert verður að gert. Og ég veit að til þess að bæði grasið grænki og illgresið nái ekki yfirhöndinni verð ég að fylgjast með.

Um þetta var ég að hugsa í dag, þegar vinur minn einn hringdi í mig í framhaldi af bloggfærslunni hér á undan, og benti mér á að tími væri til að rífa sig upp úr þessu letikasti og lesa grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag 24/7 um hugsanlegt lán sem Fasteign væri að reyna að fá hjá Deutsce Bank .

Ég hugsaði að þetta væri nú að verða eins og með grasið sem grær áreynslulaust, maður þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að afla sér upplýsinga lengur, þær koma bara til manns , og það eina sem þarf að gera er að lesa þær, og blogga þá ef mér þætti efnið áhugavert. Það var það.

Í þessari grein kemur fram að Fasteign á nú í viðræðum við DB um hugsanlega töku á stóru láni, og auðvitað gott ef það tekst. Það sem hinsvegar vakti athygli mína var að auðveldara væri fyrir Fasteign að fá lánið þar sem félagið gerði upp í evrum, og að helmingur tekna þess væri í evrum . Þetta  var ábyggilega eitt af því sem bæjarstjórinn var að tala um,  að ég vissi ekki um þegar hann skammaði mig fyrr í sumar fyrir að tala um mál fyrirtækis sem ég vissi ekkert um .Það var rétt hjá honum, um þetta vissi ég ekki fyrr en í dag.

Eftir eftirgrennslan kom í ljós, eru  allir leigusamningar sem bærinn gerir við Fasteign ,   annarsvegar tryggðir með vísitölutryggingu að hálfu og hins vegar  gengistryggðir með evru.  Þetta þýðir skv þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér að húsaleiga bæjarins til Fasteignar hefur hækkað um að minnsta kost vel á i 200 milljónir á ári frá áramótum séu þessar upplýsingar réttar miðað við gengi dagsins í dag. Hvernig þetta bætir hag bæjarins skil ég ekki. Og ekki reikna ég með að bæjarstjórinn svari þessu frekar en öðru þegar spurt er um málefni Fasteignar.

Annað sem mér fannst athyglisvert við fréttinna var útlegging framkvæmdarstjórans á að bankar af þessari stærðargráðu skipti helst ekki við íslensk fyrirtæki nema um háar fjárhæðir sé að ræða.Um nánari útfærslu lánsins er ekki rætt, en ég leyfi mér að kasta fram þeirri spurningu hvort verið geti að hér sé verið að fara svipaða leið og í Sandgerði og á Fljótsdalshéraði að sveitarfélögin komi til með að ganga í ábyrgð fyrir hugsanlegu láni og endurláni svo Fasteign, eða fái það félag til að sjá um framkvæmdir? Réttmæt spurning en  eins og áður vænti ég ekki svara. Eða hefur Fasteign burði til að ábyrgjast lánið án aðkomu sveitarfélaganna?

Nei það er nefnilega eins með aðkomu sveitarfélaganna að þessu félagi , og með birkitrén i garðinum hjá mér að maður veit aldrei hvaða stefnu næsta grein tekur. Það  kemur bara í ljós.En arður sveitarfélagsins mun aukast í takt við gengi evru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband