Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Hver borgar brúsann?
Það er gaman að sjá frétt í Víkurfréttum nú í dag hvað varðar fólksfjölgun hér í Reykjanesbæ, og frábært að sjá hve margir vilja flytja hingað. http://vf.is/Frettir/37234/default.aspx
Auðvitað vakna hjá manni spurningar um eitt og annað þessu viðkomandi , og sérstaklega þegar að í ljós kemur að meginhluti þeirra sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa flutt á Vallarsvæðið. Eitt er það sem mér datt í hug, í ljósi þessa að stór hluti þeirra sem hingað flytjast eru námsmenn með litlar eða lágar tekjur og leigja að manni skilst íbúðirnar frá fyrirtæki sem heitir Keilir, sem rekið er af Þróunarfélaginu, Háskólavöllum og Reykjanesbæ.
Nú er ljóst að þær tekjur sem koma inn vegna leigunnar hljóta að mestu að renna til Háskólavalla sem er fyrirtækið sem á íbúðirnar, auk þess sem talsverður kostnaður eins og ókeypis strætisvagnaferðir og nettenging hlýtur að vera greiddur af þeim leigutekjum sem þar fást.
Nú skilst mér til að mynda að það sé hvorki Þróunarfélagið, sem þó fer með stjórn svæðisins né heldur Háskólavellir sem greiði fyrir hvorki húsaleigubætur eða aðra félagslega þjónustu hvað svæðið varðar, auk þess sem skólar og leikskólar séu á kostnað Reykjanesbæjar.
Nú skilst mér skv þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér að hingað til hafa til að mynda ekki verið greidd fasteignagjöld af íbúðunum til Reykjanesbæjar fyrr en þær hafa verið teknar íi notkun, en ekki við afhendingu eins og lög þó gera ráð fyrir.Getur það verið rétt?
Aðeins kostnaðurinn vegna húsleigubóta vegna þeirra rúmlega 600 íbúða sem nú þegar er í notkun hlýtur að vera um það bil 12-15 milljónir á mánuði eða um það bil 150 milljónir á ári, hvað þá um annan kostnað sem af hefur hlotist svo sem félagslega þjónustu, snjóruðning og þess háttar.
Nú má alls ekki skilja þessi skrif mín þannig að ég sjái eitthvað neikvætt við þá starfsemi er þarna fer fram heldur er það fyrst og fremst spurningin um hvort heldur það eru íbúar Reykjanesbæjar sem eru að greiða gjöldin einir , eða hvort Þróunarfélagið og Háskólavellir taki þar þátt. Gaman væri að fá einhver svör þar að lútandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.