Laugardagur, 30. ágúst 2008
Át hundurinn púslið?
Illugi Jökulsson skrifar í dag lítinn pistill í 24.stundir og höfðar þar til ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún segir enga kreppu ríkja á Íslandi. Það er alveg rétt hjá Ingibjörgu, en það réttlætir þó ekki það aðgerðaleysi sem stjórnvöld virðast sýna í málinu. Telji stjónvöld sig vera að gera eitthvað, verða þau að minnsta kosti að útskýra það fyrir bæði fólkinu í landinu og aðilum vinnumarkaðarins hvað þau telji að þau séu að gera til að ná tökum á ástandinu.
Geir H Haarde sagði sig í blaðaviðtali fyrr í sumar að hann hafi unun af að leggja púsluspil og fátt veiti honum meiri ánægju en að sjá slíkar myndir fullkláraðar. Því fleiri kubbar því betri púsla. Nú ætti jafn reyndur maður í púsluspili og hann gefur í skyn að átta sig á að vanti einn kubbinn hver svo sem ástæðan fyrir því kann að vera, klárast myndin aldrei.
Menn geta gengið um gólf, og velt því fyrir sér hvort heldur er um að kenna þeim er pökkuðu púslinu í útlöndum , eða draslaraskap heima hjá, eða jafnvel að hundurinn hafi borðað púslið. Hvort sem er klárast myndin aldrei, eða verður skýr.
Nú höfum við mörg okkar látið þessar skýringar nægja í nokkra mánuði ,að verið væri að vinna að lausn vandans undir styrkri hönd ríkistjórnarinnar á sama tíma og við höfum séð hjól atvinnulífsins hægja á sér og nær stöðvast. Aðilar vinnumarkaðrins hafa kallað eftir viðbrögðum, en því miður enginn fengið önnur en að vera kallaðir til fundar einu sinni eða tvisvar til fá að vita að allt færi þetta nú að koma. Geir væri að reyna að finna síðasta kubbinn.
Stolt og þrjóska geta verið góðir kostir en þegar löngu virðist ljóst að kubburinn kemur ekki til með að finnast á ríkistjórnarheimilinu væri skynsamlegt að ræða við aðila vinnumarkaðrins af alvöru ,vel vitandi að áður hafa þeir smíðað slika kubba. Hvort ekki væri hægt að fá hjálp frá þeim. Þeir hafa bæði tækin , mannskapinn og hugvitið , þótt ljóst sé að tækin séu nú orðin stirð vegna notkunarleysis, og hætta á að handverkið sé við það að glatast. Þá er að blása lífi í það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður bróðir
Auðvitað er það alveg rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að það er ekki kreppa hér á landi, þó að mörgum þyki kannski heldur vera tekið að sverfa að.Ennþá eigum við flest okkar sem betur fer fyrir brýnustu nauðsynjum . Maður sér bæði af ummælum Gylfa Arnbjörnssonar og nú í kvöld af bloggi Guðmundar Gunnarssonar, sem jú báðir hafa púlsinn á ástandinu í gegnum sín störf að framtíðarsýnin er ekki glæsileg. Ég skil vel þau rök er sumir beita að nauðsynlegt sé að kæla hagkerfið hratt niður og besta leiðin til þess sé einmitt að gera ekki neitt. Það er sjónarmið. En ég skil líka vel viðhorf verkalýðsforingijanna sem sjá á hverjum degi núna fjölda fólks sagt upp vegna þess ástands sem upp er komið.
Það sem ég í raun er að segja í þessu bloggi og það er það sem mér finnst skipta miklu máli er að hvort sem menn eru að gera ekki neitt vitandi vits , og treysta á að það leysi vandann, eða hvert verið sé að vinna í málum á annnan hátt þá er það mikilvægt að stjórnvöld útskýri stefnuna hversvegna til dæmis þau geri ekki neitt . Ef einhver góð rök og skynsemi liggja þar að baki þá róast umhverfið, og menn fara þá að vinna út frá því. Á meðan engar útskyringar eru gefnar getur maður ekki treyst því að árangur náist, þar sem enginn skiljanleg stefna virðist vera í gangi.Það vantar útskýringar og þær þurfa stjórnvöld að gefa.
Hannes Friðriksson , 30.8.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.