Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Ég þarf víst "manninn með mér"
Nú fyrir helgi kom símareikningurinn inn um lúguna eina ferðina enn, og aldrei þessu vant fór ég að rýna hann og athuga hve hár hann væri. Það var svo sem ekki af ástæðulausu.Ég vissi þegar ég reif upp umslagið að upphæðin myndi ekkert breytast, en einhver óstjórnleg hvöt rak mig áfram til að kíkja á sundurliðun reikningsins.
Ég hef nefnilega verið að velta fyrir mér undanfarið máli sem ég skil ekki, og það er hversvegna það er dýrara að hringja í og úr gsm símum en venjulegum heimilissímum. Sennilega eitthvað tæknilegt ætla ég að vona, en skil það samt ekki.
Ekki þurfa GSM símarnir á neinum leiðslum svipað og ADSL kerfið, og annar búnaður sem háður er slíkum tengingum í jörð, og fjölda manns þarf til að tengja bæði í húsið og svo við hinar ýmsu stöðvar á leiðinni.
Á sama tíma og greinilega er dýrara að hringja í og úr GSM símanum, eru einmitt bestu tilboðin sem símafyrirtækin gefa einmitt á þeim markaði. Þannig auglýsa þau nú að maður geti talað nánast frítt við alla heimilsmeðlimi án þess að borga krónu fyrir þá þjónustu, og maður geti bara slakað á í því símtali vegna þess að það þurfi ekkert að borga fyrir það.
Ef ég hinsvegar slysast til að hringja úr heimilissímanum þarf ég að borga stórfé fyrir. Frúin segir að hvað þennan lið varðar þurfi ég manninn með mér svo oft klikka ég á þessu smáatriði. En þau eru víst fleiri skilst mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, og þar sem börnin mín eru flutt að heiman, þá borga ég fullt verð fyrir að hringja í þau.
Ég vildi óska að ég hefði ekki gefið leyfi mitt, til að þau giftust og stofnuðu heimili. Þau hefðu svo gjarnan getað búið í fjarbúð.
Það hefði líka komið þeim betur. Fengið hærri barnabætur og hinn aðilinn félagslega íbúð og svo framv.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.