Á vegamótum

 

 

Kría

 

Stundum verður maður svolítið hvumsa og hissa þegar kemur að óskum  sem til manns eru beint. Maður veit ekki alveg hvernig maður á taka þeim. Fyrir helgina var beint til mín ósk, ósk sem viðkomandi vissi vel að ég gæti alls ekki orðið við, þar sem viðkomandi þekkir mig vel.

Hver óskin var ætla ég mér ekki að svo komnu að fjalla um, enda mun ég ekki verða við henni, en hitt er ljóst að ósk þessi varð til þess að ég gerði mér grein fyrir að það voru nokkrir hlutir sem ég varð að endurskoða í mínu lífi.

Eitt þeirra atriða sem ég varð að taka afstöðu til var þátttaka mín  í Sjálfsstæðisflokknum , þess flokks sem ég  sjálfur hafði valið að vera í, þar sem ég taldi hann á sínum tíma samræmast best mínum skoðunum, þar gæti ég komið mínum skoðunum á framfæri  í ljósi  þess skoðana og persónufrelsis er flokkurinn boðar.

Hingað til hef ég talið að einn af hornsteinum lýðræðisins vera að sem allra flestir væru virkir í umræðu um þau mál er varða samfélag það sem við búum  í, og hluti þeirrar virkni væri til að mynda að spyrja spurninga, um ýmis þau mál er á brynnu. Það er kostur lýðræðisins að allar skoðanir séu jafnréttháar, og öll gagnrýni af hinu góða, vilji menn nýta sér hana til góðs. Þannig hef ég reynt að draga fram það sem mér hefur fundist vel gert, en jafnframt ekki hikað við að nefna það sem mér hefur þótt ekki jafn vel gert.

Þegar svo er komið að menn telji sig þurfa að hafa orð á að skoðanir mínar og greinaskrif séu hvorki í minn hag né heldur þeirra sem í kringum mig eru tel ég rétt að staldra við. Losa sjálfan mig og aðra úr þeirri stöðu að tengja saman óskilda hagsmuni við skoðanir mínar.

Ég hef því í dag sagt mig úr Sjálfstæðisflokknum .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan hvenær hefur frjáls skoðun viðgengist í Sjálfstæðisflokknum? Þar verða allir að bugta sig og beygja fyrir hinum miklu leiðtogum.

Þú ert skynsemismaður, Hannes og alltof góður drengur til að binda trúss þitt við svona stórslys sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Þú tókst hárrétta ákvörðun í dag og vonandi gefur þú mörgum öðrum gott fordæmi.

Gangi þér vel og haltu áfram að láta í þér heyra.

Hængurinn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:35

2 identicon

Til hamingju! :)

Særún Ástþórsd. (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.