Gæti spilaborgin hrunið?

 

spilaborg

Undanfarna daga hafa bankastjórar bankanna stigið fram og sannfært  okkur um að það væru ekki þeir sem hefðu verið að gera árás á íslensku krónuna. Það væri ekki þeirra hagur til langframa.Þeir hafi varið eignfjárhlutfall sitt, en það sé ekki það sama og gera árás á krónuna.

Sennilega er það rétt sem margir hafa haldið fram, en ég þori varla að segja af ótta við að verða talinn lýðskrumari, með öllum þeim fúkyrðum sem því fylgir, að krónan sé of veikur gjaldmiðill. Hún þolir ekki það sem bankastjórarnir kalla að verja eiginfjárstöðuna, við hin köllum árás. Því  það erum við sem borgum fyrir vörnina.

Það er hinsvegar athugunarefni, hvað það er sem veldur því að hvorki Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið hafa neitt við þetta að athuga að  því er virðist. Getur það verið að ótti manna við að í raun sé stað einhverra banka það veik, að það reynist nauðsynlegt að leyfa bönkunum á fjögurra mánaða fresti að leika þennan leik, annars fari spilaborgin að hrynja, og það viti stjórnvöld.

Margir hafa kallað eftir upplýsingum á undanförnum mánuðum um þetta mál, en ekki fengið. Seðlabankastjóri vandaði þeim ekki kveðjurnar sem slíkt gerðu, og óneitanlega beindi hann augum manna að bönkunum hvað þetta varðar. Hann veit hverjir standa að baki.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það keppist hver um annan þveran við að sannfæra erlenda krónubréfaeigendur um að stýrivextirnir muni lækka mjög hratt á næsta ári. Þeir bíða náttúrlega ekki allir með allt sitt fé eftir að vaxtalækkanirnar byrji heldur reyna að vera á undan kúrfunni og þá á skipulegan hátt. Það er bara elementarí.

Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef þú hefur klukkutíma til að ferja tuttugu manns í báti sem tekur tvo þá náttúrlega bíðurðu ekki fram á síðustu mínútu og reynir þá að troða þeim öllum í bátinn.

Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hinn þekkti innbrotsþjófur Valli vísifingur var handtekinn í nótt af lögreglunni. Villi var með handtösku fulla af 5000 krónu seðlum sem hann viðurkenndi að hafa stolið úr nærliggjandi bankaútibúi. Við yfirheyrslu játaði Villi verknaðinn greiðlega og var sleppt að henni lokinni. Hann skýrði þjófnaðinn með því að hann hefði talið ástæðu til að styrkja eiginfjárstöðu sína vegna versnandi efnahagsástands. 

Árni Gunnarsson, 23.9.2008 kl. 17:50

4 identicon

Það gengur sú saga fjöllum hærra að forsvarsmenn Kaupþings hafi persónulega komið sér upp sjóði upp á hundruð milljarða, sem sé í stöðutöku gegn krónunni.

Þórður S (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband