Mánudagur, 13. október 2008
Maður verður klökkur.
Já það var grátur og gnístran tanna á flokkráðsfundi heimastjórnarmanna um helgina ef marka má umfjöllun blaðanna um þann fund og blogg Björns Bjarnasonar þar um. Kjartan Gunnarsson reis úr sæti, og líkaði ekki að menn töluðu um hann sem óreiðumann, og líkaði ekki að sá sem þannig talaði léti allt snúast um sína persónu, og sakleysi í þeim málum er við nú stöndum frammi fyrir. En hann var ekki að tala um fornvin sinn Davíð, sem er sá eini sem við höfum heyrt segja það sem Kjartan talar um, heldur einhvern allt annan sem enginn hefur heyrt segja þetta. Svo féllust þeir í faðma Geir og Kjartan, og hvergi var þurran hvarm að sjá í salnum. Maður verður klökkur við umhugsunina um samstöðu fundarmanna.
Niðurstaðan eftir þennan fund hjá Birni er að íslensk þjóð eigi ekki möguleika á að komast út úr þessum öldudal , nema undir forystu Sjálfstæðisflokksins , þó ljóst sé að það var einmitt blind eiginhagsmunastefna og frjálshyggja þeirra ,ásamt aðgjörðaleysi , sem að miklu leyti hefur leitt okkur í þau spor þar sem við nú stöndum.
Ég fór að velta því fyrir mér eftir að hafa lesið blogg ráðherrans hvort verið geti að hann haldi að þegnar þessa lands séu upp til hópa svo einfaldir að það liggi ljóst fyrir að besta leiðin til að komast út úr þessum vandræðum sé að treysta þeim flokki fyrir framtíð þjóðarinnar og þeim breytingum sem framundan eru. Nema hann treysti á að stór hluti þjóðarinnar sé haldinn einhverjum genagalla, og kjósi Sjálfstæðisflokkinn sama hvað á gengur.
Björn verður að átta sig á að sú stefna sem flokkurinn hefur staðið fyrir hefur beðið skipsbrot, og flest teljum við þessa dagana að margar aðrar leiðir séu betur færari til að byggja upp sanngjarnara þjóðfélag , en að láta Sjálfstæðisflokkinn stýra því .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr !!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 10:29
Eftir síðustu kosningar var ég mjög glaður þegar ég sá að nafni minn og félaga fengju að vera við stjórn á skútunni þegar henni yrði siglt í strand. Þeim hefur tekist að gera það hjálparlaust. Ég gat nefnilega ekki séð að hægt væri að finna leið til að komast hjá skipsbrotinu. Fyrir mér var spurningin ekki hvort, heldur hvenær.
Hugsið ykkur hrokan sem væri í þeim ef þeir væru í stjórnarandstöðu núna. Þá hefðu þeir sagt: "Við skiluðum af okkur þjóðarbúi í frábærri stöðu, sem búið er að sigla í strand á einu og hálfu ári"
Björn Bjarnason, 13.10.2008 kl. 11:24
það er satt þessi stefna sjálfstæðisflokksins átti aldrei möguleika, gallinn er bara sá að á meðan fólk fékk lán til að halda veislunni áfram er það ánægt með flokkinn. Maður á kannski ekki að segja svona, en það er engu líkara en fólk nenni ekki orðið að hugsa sjálfstætt. Það anar bara áfram þangað til það rekst á vegg.
Hvað varðar Björn Bjarnason ráðherra, virðist hann engan veginn átta sig á stöðunni, ekki frekar en Geir H. sem áttar sig ekki á því að hann á engan möguleika í sinni pólitísku stöðu hvort sem um ríkisstjórina er að ræða eða stöðuna innan síns flokks.
Þórhallur, 13.10.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.