Eitt skref í einu.....en halda þó áfram

 Eitt skref í einu, hugsaði ég þegar ég sá barnabarnið taka fyrstu skrefin sín fyrir nokkrum árum, og í dag er það byrjað að hlaupa og stunda fimleika óstutt.  Var að hugsa um þetta þegar ég las frétt í dagblaðinu í morgun þar sem Olli Rehn  framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá Evrópusambandinu segir að aðildarviðræður við ESB kæmu til með að taka skamman tíma óskuðu íslendingar eftir slíkum viðræðum.

Það er ljóst að annar hluti núverandi ríkistjórnar er ekki tilbúinn til að taka næsta skref,ekki vegna þess að hann viti að hann geti það ekki , heldur af þrjósku, hann vill það ekki.  Hann verður að ákveða það sjálfur hvort hann telji það vænlegt að skríða alla ævi, en hann getur ekki ætlast til þess að öll þjóðin  skríði með í frekjukastinu.  Sérstaklega í ljósi þess að rúmlega 70% þjóðarinnar eru komin með verk í hnén og telja tímabært að standa upp og halda áfram.

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvað það er sem heldur aftur að Sjálfstæðisflokknum að standa nú upp og láta það eftir sér að hætta þessu fýlukasti , þótt auðséð sé og það fyrir nokkuð löngu að nauðsynlegt er fyrir okkur að taka upp aðra mynt.  Ekki hefur hún reynst okkur það hagstjórnartæki sem menn hafa viljað meina í því báli sem hér hefur geisað undanfarið.

Nú er komin tími til að taka næsta skref, skref sem gætu tryggt börnunum og barnabörnunum þokkalega  framtíð, því þau tækifæri sem við höfum eru góð.  Orkan og náttúran eru okkar trygging fyrir því.  Látum nú næsta skref vera að taka upp þær aðildarviðræður sem tryggt gætu okkur sameiginlega mynt með öðrum þjóðum og það sem mest er um vert tryggt þann stöðugleika til framtíðar sem börnin okkar eiga skilin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála, enda áttu eftir að koma aftur yfir þegar við erum komin í ESB og búið er hreinsa frjálshyggjupésana að mestu út af listum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 18:28

2 identicon

Upplýst umræða það er það sem vantar algjörlega. Ætli það séu margt venjulegt fólk sem getur talið upp kosti og galla þess að ganga í evrópusambandið eða kosti og galla þess að sleppa því? Ég er ekki svo viss um að ungt fólk í dag t.d. þekki þessi mál vel vegna þess að umræðan fer fram í klisjum og áróðri.....

Særún Rósa Ástþórsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Særún: Sammála þér! Umræðan mun fara fram í næstu Alþingiskosningum, sem verða sennilega fyrr en seinna.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband