Genagalli eða trúarbrögð?

Genagalli  eða trúarbrögð ?.  Hugurinn er svolítið á flökti þessa dagana og ég næ einhvern veginn ekki að festa mig við vandamál hversdagsins. Í dag á ég  til dæmis að hafa áhyggjur af hversvegna er ekkert tilkynnt  um samningana við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ef marka má blöðin í morgun, en er fastur í einhverri  furðulegri hugsun um hvernig það má vera að svona er komið fyrir þjóðarbúinu. Hvort ég beri þar einhverja ábyrgð, eða þeir sem ég kaus til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðfélagið.

Ég er einn þeirra manna sem verð að viðurkenna  að minnsta kosti tvennt , ég er ekki sérstaklega  hreykinn af að vera íslendingur núna, og ég setti X við D í síðustu kosningum, og það sem verra er ég lagði vinnu í að styðja þann flokk.

Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér hvað olli þessum gerningi af minni hálfu og er nú komin að þeim punkti að einungis tvennt kemur þar til greina , hér var annað hvort um genagalla eða trúarbrögð að ræða. Hallast þó frekar að því síðarnefnda..  

Trúarbrögð eru þess eðlis að þar geta menn  í flestum tilfellum tekið meðvitaða afstöðu til þeirra spurninga og svara er liggja til grundvallar og myndað sér skoðun út frá því. Á móti kemur að maður gengur út frá því að þau gögn sem lögð eru fyrir byggi á staðreyndum og rétt sé frá skýrt . Að hægt sé að sannreyna gögnin. Sé það ekki hægt , getur maður snúist til aðrar trúar, eða verið trúlaus velji maður það.

Genagallanum getur maður hinsvegar ekki varist, þannig er maður útbúinn frá fæðingu, og verður þannig allt sitt líf, nema maður sé svo heppinn að þekkja einhvern sem lært hefur  eitthvað í erfðatækni, og getur breytt þeim erfðafyrirmælum sem í upphafi voru gefin. Veit ekki hvort það sé mögulegt með sjálfstæðisgenið, en vona einhver fær vísindamaður finni lausn á því vandamáli, áður en barnabörnin komast til vits og ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Svo eru hinir sem brjóta boðorð nr. 1  Og eru með Davíð sem hjáguð ekki gleyma þeim.

G. Valdimar Valdemarsson, 22.10.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hef krossað við D í 25 ár og skammast mín ekki fyrir það! Ég er afskaplega stoltur af verkum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á árunum 1991-2004.

Ég skammast mín heldur ekki fyrir að Ísland var í hópi 5 ríkustu þjóða heims, þar til 20-30 glæpamenn komu landinu á hausinn.

Ég skammast mín hins vegar fyrir að minn flokkur hafi ekki staðið sig nógu vel undanfarin 4 ár, fyrst í stjórn með Framsóknarflokknum og nú síðast í 1 1/2 ár með Samfylkingunni.

Ég skammast mín einnig fyrir að vera hluti af íslenskri stjórnsýslu og eftirlitsiðnaði - þótt ekki sé það sami eftirlitsiðnaður - sem gjörsamlega klikkaði í sínu hlutverki!

Ef leita á sökudólga - sem verður að gera - þá er þá fyrst og fremst að finna í Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og á Alþingi.

Á öllum þessum stöðum þurfa menn að axla ábyrgð og það geta þeir einungis gert með því að rýma stóla sína!

Stólar þingmanna og ráðherra verða síðan rýmdir í kosningum, sem ekki mega dragast lengur en fram á næsta vor.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Rúnar B

Síðan hvenar hafa trúarbrögð tekið mark á gögnum sem eru sannreynanleg.

Guðbjörn ekki gleyma því að ástæða þess að við erum/vorum meðal fimm ríkustu þjóða heims er líklega að miklu byggt á mattador peningum þessara glæpamanna sem þú nefnir en ekki vegna þess að Dabbi sé svo góður. Reyndar er það nú að vísu allt honum að kenna að þessir glæpamenn komust í þá stöðu sem þeir komust í.

Ekki myndir þú skamma barnið þitt eftir að það hengdi sig í hengingaról sem þú settir upp inni í herbergi þess, eða hvað?

Rúnar B, 22.10.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband