Hvert er þessi umræða að fara?

Konan kann á mér lagið, nú er hún búinn að fylgjast með í rúmar tvær vikur hvernig „ fréttasýki“ mín er að ná öllum völdum yfir mér eins og hún segir, og ég hef tekið eftir á svip hennar að hún hefur verið að upphugsa eitthvað kvenlegt mótbragð. Nú hefur mér verið gert að rífa niður hluta veggs og mála stofuna, og einhverra hluta vegna gerist þetta alltaf á þeim tíma sem fréttir eru í Sjónvarpinu og í miðri kreppu. En ég á vini sem hringja  í mig og láta mig vita hvað fram fer í heiminum. Því hafði hún ekki reiknað með.

Í gærkvöldi mitt í öllu atinu hringdi svo í mig vinur sem sagði mér frá síðustu vendingum, sagði mér frá útskrift á samtali Darlings(sem  er enginn darling) og fjármálaráðherrans okkar.  Þar kemur víst fram Árni hafi ekki sagt eitthvað sem hægt hafi verið að misskilja, En Darlingurinn hafi þó kannski misskilið. Þetta hafi verið svona hálfgert  Ja og humm samtal. Darling hafi bent á fund með  Björgvin Sigurðssyni viðskiptaráðherra, sem gæfi tilefni til að hafa áhyggjur af viðbrögðum Íslendinga.

Ég hafði á orði við þennan vin minn að ég væri hættur að skilja hvert umræðan um stærstu vandamál sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir væri að fara. Í stað þess að vinna að lausn á vandamáli og setja fram framtíðarsýn, færi nú fram mikill pólitískur leikur við að ýta undir hatur á Bretum(þótt  Brown sem nýtti sér hryðjuverkalögin sé í raun Skoti) og nú  væru ráðherrar okkar byrjaðir að birta skjöl sem sýndu svart á hvítu að ekki hafi verið hægt að misskilja orð þeirra, en verið gæti að einhver annar ráðherra hefði sagt sitthvað sem hægt væri að misskilja. En allir vita hver sagði það sem misskilið var. DO eins og krakkarnir segja.

Veit ekki hvort þarna séu einhverjir vísvitandi að leiða athyglina frá vandamálinu, og jafnvel að reyna að finna einhvern til að taka á sig hluta af ábyrgð sem í mínum huga hvílir 92% á einum stað. Hjá Sjálfstæðisflokknum sem farið hefur með stjórn  fjármál þjóðarinnar í yfir 25 ár. Restina eða þessi 7% geta menn svo sett  Framsóknarflokkinn sem stóð að einkavinavæðingunni með Sjálfstæðisflokknum , og kannski 1% á Samfylkinguna sem nú er nýkomin að málunum, og er upp fyrir haus í rústabjörgunarstörfum eftir hina tvo.

Nú þurfum ekki á því að halda að beina allri okkar athygli að  pólitískum stríðrekstri gegn Bretum, heldur að ganga frá þeim samningum sem tryggt geta framtíð þjóðarinnar, til að verjast algeru hruni , og byggja hér upp samfélag , sem lært hefur af reynslunni. Að detta ekki ofan í sömu holuna aftur.

Það er það sem stjórnmál dagsins eiga að snúast um, samskipti okkar við Breta er lengra mál en svo að hægt sé að bíða úrlausn þeirra mála núna. Það er að miklu leyti mál þeirra dómstóla sem dæma verða um hver réttarstaða íslenska ríkisins gagnvar Icesave reikiningum er. Það gæti tekið langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Nú er komið í ljós Hannes að stjórnvöld vissu allan september mánuð í hvað stefndi með bankana og gerðu ekkert í því.  Seðlabankinn var allt þetta ár að reyna að fjármagna sig og fékk allstaðar svarið að IMF þyrfti að gefa grænt ljós og ekkert var gert.   Framsóknarmenn hafa breytt bak og geta borið sinn hluta af birgðunum, en þessi vítaverða vanræksla stjórnvalda verður ekki skrifuð á Framsókn.  Hún verður bara skrifuð á Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og enga aðra.  Skiptingin er því þannig Sjálfsstæðisflokkur 50% þar sem þeir hafa verksstjórann, Samfylking 48% þar sem þeirra ráðherra átti að bregðast við og lét það ógert... og aðrir 2% og eflaust framsókn stærsta hlutann af því. 

Framsókn hefur frá sumarþingi 2007 varað við því í hvað stefndi og boðaði það í sl. kosningum að það yrði að byggja frekar upp og efla gjaldeyristekjur þjóðarinnar, nokkuð sem flestir eru sammála í dag.  Menn hefðu kannski frekar átt að kjósa rétt á sínum tíma í stað þess að læra þau gullvægu  sannindi að það verður að afla tekna áður en eytt er á svona harkalegan hátt.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.10.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Valdimar

Heldur finnst mér þú nú skauta létt á svellinu. Hver er nú grunnástæða ástandsins eins og það er í dag. Er það einkavæðing banka án þess að nokkrar reglur væru settar þar um? Hver er prósentan sem Samfylking á þar? Auðvitað geturðu deilt út prósentum miðað við atburði síðustu daga en hvar var til að mynda viðskiptaráðherra ykkar á þeim tíma sem setja hefði átt strangar reglur um til að mynda bindiskyldu banka? En það er greinilegt af upptalningu þinni að eftir 2007 hafið þið unnið gott starf í að benda á hvað ætti að gera til að bjarga því sem bjargað yrði, og ljóst að þið vissuð hvar vandamálin lágu. þið vissuð hver þau voru, en gerðuð ekkert í því á meðan þið höfðuð möguleika á. Eru 7% of mikið af ábyrgðinni?

Hannes Friðriksson , 24.10.2008 kl. 15:10

3 identicon

Hættum að blekkja sjálf okkur. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur síðustu tíu fimmtán árin dansað þétt í kringum gullkálfinn. ( Og gleðin skinið af hverju andliti !) Dansleiknum í Hruna er lokið. Þjóðin hleypti tveimur fótboltaliðum út á völlinn - en eitt gleymdist . Dómarar & línuverðir gleymdust !

 Sic transit gloria mundi.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband