Mánudagur, 3. nóvember 2008
Sitt sýnist hverjum!
Það er svipað með bæjar og sveitarstjórnir í landinu, og með heimilin, þau eru flest rekin með hagsýni að leiðarljósi og láta heyra í sér þyki þeim á sig hallað. Nú er lenska hér á landi að menn skuli ekki ræða viðkvæm mál,nú skuli menn standa saman og vinna sig út úr þeim vanda er við blasir. Ekki ver neikvæður, heldur brosa sem aldrei fyrr og láta eins og allt sé í góðu lagi.
Eitt þessara mála sem helst ekki má ræða er til að mynda málefni Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, sem sér sumum sveitarfélögum á Íslandi fyrir húsnæði undir starfsemi sína. Helstu rök þeirra manna sem stofnuðu það félag, voru að einkaaðilar væru betur til þess fallnir að sjá um uppbyggingu og rekstur sveitarfélaganna en sveitarfélögin sjálf, í krafti hagkvæmni og þeirra kjara sem slíkt fasteignafélag nyti á markaði. Afraksturinn er að koma í ljós þessa dagana.
Nema að það var hreint ekki ófyrirséð eins og sumir vilja halda fram, menn hafa varað við þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið , og varað við að einmitt svona gæti farið gættu menn ekki að sér.
Elliði Vignisson bæjarstjóriaVestmannaeyja finnst nú komið fullmikið af því góða, og geldur varhug manna við að áfram skuli haldið á þessari braut, þetta sé orðinn baggi á sveitarfélögunum sem ekki virðist vera nokkur leið út úr, og tekur dæmi af einni þeirri húseigna sem bærinn leigir til sín, Safnahúsið sem selt var til Fasteignar fyrir 130 milljónir, en vilji menn losna úr þessari snöru mega þeir kaupa það til baka á 280. milljónir. Mæli hann manna heilastur.
http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=24821&PHPSESSID=02296d21c87f0dfee3a717e7bd076514
Vestmannaeyjarbær greiðir til Fasteignar í leigugjöld um það bil 200 milljónir á ári, og finnst það gersamlega óásættanlegt, á sama tíma og húsleigugjöld Reykjanesbæjar hafa hækkað vegna verðtryggingar og gengis um rúmlega þá upphæð eða ca 300 milljónir, og eru nú komnar yfir 1.milljarð á ári. Í Reykjanesbæ hafa menn ekki áhyggjur, og finnst díllinn sem þeir að vísu fundu upp sjálfir ennþá jafn góður. Þar er ekki verið að kvarta, enda bjartsýni og skynsemi höfð þar að leiðarljósi. Sama hvað á gengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já,ég sé að fyrrverandi meirihluti í Garðinum gefur verið framsýnn að velja ekki þá leið að selja eignirnar og leigja síðan.
Sigurður Jónsson, 3.11.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.