Nýja neyðarkalla !!

Auðvitað á maður að draga andann djúpt, og sannfæra sjálfan sig um að þetta lagist allt saman og ríkistjórnin ná tökum á ástandinu sem nú hefur varað í rúman mánuð. Að það komi ný stjórn í Seðlabankann , og stjórnvöld komi með einhverja framtíðarsýn fyrir þjóðina. Að menn sjái eitthvað framundan.

En það er kannski líka hægt að halda andanum það lengi niðri í sér að maður kafni.Flestir eru teknir að blána, og ljóst er að framtíðarsýn hjá núverandi stjórn er ekki í augsýn. Það má ekki tala um hugsanlegar lausnir í framtíðinni, vegna þess að menn eru ennþá upp fyrir haus í því sem menn kalla björgunarstörf, og virðast vera orðnir það þreyttir að þeir dæla bensíni  á þá elda er enn loga.

Seðlabankinn sendir út hagspá þar sem reiknað er með 10% atvinnuleysi  í lok næsta árs, og jafnframt að húsnæðisverð lækki á skömmum tíma um ca 40%. Og reikna svo með að skilboðin kveiki jákvæð viðbrögð og húsnæðissala fari á fullt? Ekki dytti mér í hug að fjarfesta vitandi að eftir skamman tíma get ég fengið hlutinn 40% ódýrari.

Einhvern tíma verður að skipta um björgunarsveit, og það helst áður en löngu þreyttir björgunarsveitarmennirnir sprengja allt í loft upp , sökum þess að þeir vilja ekki að nýir og óþreyttir taki við.

Nú segja sumir að það sem þjóðin þarfnist síst  eru kosningar við núverandi aðstæður.Það væri algert ábyrgðaleysi. Það er ljóst að sú vegferð sem núverandi stjórn er á,  er ekki að skila neinum árangri og þörf á að skipta út. Það þjónar hvorki tilgangi fyrir Samfylkingu , Sjálfstæðisflokk , hvað þá talandi um þjóðina að halda þessari vegferð áfram án þess að ljóst sé hvert ferðinni er heitið.

Það þing sem nú situr virðist ekki hafa fengið nokkuð tækifæri á að hafa eitthvað um framvindu mála að segja, eins og best sást á umræðum frá Alþingi í gær. Fólk er ekki að kjósa alþingismenn til þess að þeir séu áhorfendur að gjörðum , heldur til að hafa áhrif á þær gjörðir, og að ráðherrarnir beri þær undir Alþingi.

Auðvitað á Samfylking að melda hreint út við samstarfsflokkinn að nú skuli stefnt á aðildarviðræður við ESB , og að skipt verði út núverandi stjórn Seðlabankans og sú stefna sé tekinn af stjórnarflokkunum báðum , ellegar  sé þessu samstarfi  lokið.

Auðvitað er það rétt, sjónarmið sem margir setja fram að áður en við tökum upp viðræður ESB, þá verðum við að ræða þetta mál heima hjá okkur, en þá verðum við líka að gera þá kröfu að til að mynda að Sjálfstæðisflokkurinnn sé tilbúinn til að taka þá umræðu, og bera því ekki við að það sé ekki tímabært núna. Ef þeir vilja það ekki sjálfviljugir, þá verður neyða þá til þess, svo hægt sé að halda áfram.

Komi til þess þurfa menn að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi að í stað þess að aðrir gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, verði annað hvort mynduð þjóðstjórn, eða núverandi stjórn sitji fram að kosningum . Það er kominn tími til um að losa um þá gíslingu sem nú er  í gangi og þjóðin fái tækifæri á að segja hvað hún vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Samfylkingin verður líka að ræða Evrópumálin, hún er ekki stikkfrí í umræðunni bara vegna þess að þar hafi farið fram póstkosning.  Samfylkingin þarf að taka þátt í umræðunni um ESB kosti þess og galla.  Það dettur engum heilvita manni í hug að það séu engir gallar á aðildinni og að það þurfi ekki að vinna hér ákveðna heimavinnu í stjórnkerfinu áður en til aðildar getur komið.  Um þetta ræðir Samfylkingin ekki og ekki heldur um væntanleg samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum.   Það er ábyrgðarleysi og staðfestir að ESB aðildin er kosningabragð ættað af auglýsingastofu og það fylgir því engin innistæða í stofnunum flokksins, ef flokk skyldi kalla.

G. Valdimar Valdemarsson, 7.11.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.