Segl á símklefann!!

 Í morgun setti ég lítið blogg á vef Víkurfrétta hér í Reykjanesbæ, um lítinn símklefa sem settur hefur verið upp hér á torgi sem nefnt er Lundúnatorg. Setti þetta nú inn sem meinlausa tillögu og reiknaði nú ekki með að menn færu að setja sig í einhverjar pólitískar stellingar þessvegna. Áttað mig þó á og vissi það rendar áður að í litlum bæ eins og hér skal maður gæta orða sinna, sérstaklega ef það er ekki alveg í anda Flokksins sem hér ræður. Fékk strax skilaboð um að tillagan væri afleit, og ég væri með fúlari mönnum sem hér gengju um bæinn. Ákvað að setja þetta hérna inn svo menn sjái hvernig pólitísk umræða fer fram hér í þessum bæ, og bendi sérstaklega á comment no 2, frá þeim nafnlausa.

 

Sumir vilja meina að ég sé ekki maður morgunhress. Frúin er ein þeirra. Hún er þeirrar skoðunar að um leið og maður opnar augun í nóvember myrkri og rigningu eins og í morgun  eigi maður  að brosa og vera glaður. Láta ekki smámuni raska ró sinni.

Um þetta var ég  að hugsa á leið í vinnuna í morgun, og var svo djúpt niðursokkinn að bíllinn fór ekki sömu leið og venjulega, beygði ekki þar sem hann er vanur svo ég endaði á Lundúnatorgi hér í Reykjanesbæ, í þann mund er fluttar voru fréttir af hvernig mál okkar þróuðust hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum . Bretar vilja kúga okkur

Ég hef ekki verið neitt sérlega hress með þessa  nafnastefnu sem bæjaryfirvöld tóku gagnvart torgum bæjarins, sem fellst í því að skýra torgin eftir þeim borgum sem Flugleiðir fljúga til (Hvað með Iceland Express sem fljúga héðan líka?), og gekk meira segja svo langt í andstöðu minni á sínum tíma að ég sendi bæjarstjóra vorum bréf þar um. Það virkaði nú ekki.  

Hann útskýrði fyrir mér snillina í þessari nafnagjöf þannig að með því að láta torgin heita eftir ákveðnum borgum, væri hægt að fá viðkomandi borgir til að gefa skreytingar á torgin. Þannig skildist manni að Reykjavík myndi gefa öndvegissúlur á torgið , sem að vísu fundust ekki þegar að var leitað, og London jafnvel styttu af Nelson flotaforingja, ég veit ekki hvað menn ímynduðu sér með New York og París.  Það endaði með þessum rauða breska símklefa, sem bærinn varð að borga sjálfur, en formsins vegna var sendiherrann fenginn hér suður með sjó til að afhjúpa hann. Það virkaði víst betur fyrir fjölmiðlana.

Nú stendur þessi rauði breski símklefi mitt á hringtorginu dag hvern  , og minnir mann á kúgarana, sem vilja að bæði ég,konan, börnin og barnabörnin borgi skuldir banka, sem við vorum ekki einu sinni í viðskiptum við. Ég held að það væri ágætt statement hjá bæjaryfirvöldum að fjarlægja nú klefann, eða að minnsta kosti breiða yfir hann tímabundið , svo hann sé ekki að ergja viðkvæma borgara sem eiga við morgunúrillsku svipaða minni.

 
Skrifaðu Athugasemd!


Ótitluð athugasemd

06:00, 7.11.2008 .. Höfundur: Jónas .. Breyta .. Eyða
Heyr heyr var einmitt að hugsa það sama um daginn. Væri bara ekki nær að hafa styttu af einhverjum vinum okkar úr þessum hryðjuverkasamtökum sem eigum að tilheyra. En talandi um nafngiftina á þessum torgum þetta er nú bara fásinna við eigum nóg af örnefnum sem við getum notað á torgin.Þau nöfn eru íslensk og við hæfi .

Fúll

06:47, 7.11.2008 .. Höfundur: Anonymous .. Breyta .. Eyða
Elsku Hannes, alltaf ertu jafn fúll út í það sem meirihlutinn gerir í þessu bæjarfélagi,eins og glöggt má lesa í skrifum þínum.Vona bara að þú finnir sjálfan þig aftur fljótlega.

Kær kveðja úr Grindavík.

Ótitluð athugasemd

07:45, 7.11.2008 .. Höfundur: smali .. Breyta .. Eyða
Blessaður (Grindvíkingur)
það er allt í góðu hjá mér og ég er alls ekki fúll út í nokkurn mann, þó ég leyfi mér að hafa skoðanir á ýmsu því sem gerist í kringum mig. Er ekki örugglega allt í lagi hjá þér?

Með bestu kveðju og bros á vör

Fúll fúlari fúlastur

10:26, 7.11.2008 .. Höfundur: Guðmundur .. Breyta .. Eyða
Skilaboð Grindvíkingsins eru þessi. Ef þú kemur með ágætishugmynd, eins að setja segl yfir símklefann tímabundið,í mótmælaskyni þá ertu fúll. Sagan af nafnagjöfinni er náttúrulega bara frábær, og lýsir þessum meirihluta ágætlega.Það er gott að sjá Hannes að þú ert búinn að ná áttum, og haltu áfram á sömu braut. Það veitir ekki af einhverjum sem ekki er alltaf sammála síðasta ræðumanni og þorir að segja það. Það hefur heldur betur vantað hér í bæinn.

pp

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eins og þú mæta vel veist, þori ég að skapa mér óvinsældir!

Ég er algjörlega sammála þér varðandi Lundúnatorg. Ég var ekki sérstaklega hrifinn af hinum nafngiftunum og fannst þessi klefi hálfhlægilegur. Hins vegar truflar þetta mik ekki mikið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband