Föstudagur, 14. nóvember 2008
Big Spender
Suma morgna þá vaknar maður upp, og virðist einhvern veginn hafa fengið eitthvað lag á heilann, stundum lög sem maður hefur ekki heyrt lengi. Þannig var þetta hjá mér í morgun. Frúin með sína hjúkrunarfræðingsmenntun virkaði hálf áhyggjufull , þegar ég kom dansandi fram að kaffivélinni syngjandi Hey Big Spender.
Nú er ég búinn að hafa þetta lag á heilanum nánast í allan dag, og hef verið að velta fyrir hugsanlegri ástæðu þess að það hafi fest sig svo í huga mér. Ekki höfum við verið eð eyða neitt rosalega undanfarið, enda engir peningar til þannig að ekki getur það nú verið ástæðan. Það var ekki fyrr en rétt í þessu að vinur minn benti mér á um hvern ég væri að syngja, hann sá augljós tengsl. Það var Bæjarstjórinn og meirihlutinn hans. Ég skyldi tenginguna strax.
Það er ljóst að Reykjanesbær er með skuldsettari bæjarfélögum í þessu landi og sú staða að fjármagnsliðirnir einir í rúmlega 14.000 manna bæjarfélagi eru nú komnir yfir 2.milljarða segir sína sögu. Það eru um það bil 150.000 kr á hvern íbúa ef ég hef reiknað rétt. Það er erfitt að fjalla um málefni bæjarins án þess að dálítill kvíði fylgi með, og sumum þeim er illa líkar sú umræða sjá einnig örla fyrir neikvæðni.
Til að gera þá umræðu léttbærari fyrir þá sem taka henni sem neikvæðri ætla ég því í framtíðinni þegar ég fjalla um bæjarmálefnin að láta þeim færslum fylgja mismunandi útgáfur af þessu lagi, og vona að þannig geti ég létt þeim lundina, og auðveldara verði fyrir þá í framtíðinni að lesa pistlanna án þess að eiga andvökunótt á eftir.
Ég ætla að byrja á útgáfu sem ég fann á netinu með Shirley Bassey sem hefur sungið þetta lag í mörgum útgáfum , og mun svo reyna að láta nýja útgáfu fylgja í hvert skipti sem ég fjalla um bæjarmálefni Reykjanesbæjar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um mótmælin á morgun
http://this.is/nei/?p=525
Birgir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.