Mįnudagur, 17. nóvember 2008
Vonin er mikilsvirši
Vonin er mikilsvirši. Undanfarnar vikur og mįnuši hafa ķbśar į Sušurnesjum bundiš miklar vonir viš fyrirhugaš įlver ķ Helguvķk.Allir hafa lagst į eitt til aš žessi framkvęmd gęti oršiš aš veruleika, og hefur undanfariš ķ skugga kreppu hefur įlveriš veriš sś framkvęmd sem menn hafa horft til sem hluta af lausn į vandamįlum svęšisins.
Fréttir og greinaskrif hafa gefiš mönnum įstęšu til bjartsżni, og aš fljótlega upp śr įramótum myndu žarna vera aš störfum 1000-1500 manns ef marka mį greinarskrif til aš mynda Žorsteins Erlingssonar um žetta mįl fyrir nokkrum vikum žar sem hann hvetur menn til samstöšu, samstöšu sem ekki hefur rofnaš.
Undanfarna daga hafa hins vegar birst fréttir, og žęr fréttir hafa veriš ķ mótsögn viš žaš sem haldiš hefur veriš aš mönnum af bęjaryfirvöldum. Ķ žeirra augum er ennžį allt ķ lukkunar velstandi og brżnt er fyrir žeim sem vonina eru aš missa aš eftir įramót verši žarna allt į fullri ferš.
Nś um helgina birtist til aš mynda frétt ķ Fréttablašinu sem gefur hreint ekki įstęšu til neinnar bjartsżni hvaš framhaldiš varšar.Blašafulltrśi Noršurįls bošar aš hęgt muni į framkvęmdum og leitaš hagstęšustu tilboša. Nś muni framkvęmdarašilinn reyna aš nį veršum nišur, og fį framkvęmdina stękkaša. En segir ķ raun ekkert um hvort žarna verši žęr framkvęmdir sem lofaš hafši veriš eftir įramót.
Ljóst er aš sį tķmi er kominn žar sem menn verša aš hętta aš kveša hįlfkvešnar vķsur hvaš žetta mįl varšar, og lįta samfélagiš vita hvaš menn ętla aš gera. Į aš byggja įlver eša ekki.
Ljóst er aš žegar er folk tekiš aš flytjast hingaš ķ ljósi žeirra atvinnuašstęšna sem lofaš hefur veriš, og leiguhśsnęši ķ boši į žokkalegum kjörum aš žvķ er viršist ef marka mį auglżsingar žar um. Haldi sį fólksflutningur įfram į fölskum forsendum aš žvķ er viršist, kemur žetta til meš aš hafa įhrif į fjįrhagsstöšu bęjarins ķ formi aukinna félagslegra vandamįla.
Nś er tķmi fyrir meirihlutann til aš śtskżra.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.